Eimreiðin - 01.05.1963, Blaðsíða 28
116
EIMREIÐIN
pilta. Kannski er það ekki nema
von.
Arla þennan haustdag hafði
Grímnr bóndi búizt að heiman
og með þrjá til reiðar, enda var
mikið í „hígerð“. Það var á vit-
orði Oggu, Villa og Tóta, hvert
þeirri l'erð var heitið. Annað-
hvort væri. Grímur ætlaði niður
í þorpið, langar leiðir í burtu
og ganga þar að eiga sauma-
konu, sem hann hafði haft auga-
stað á allar götur síðan hann
missti Ólínu. Um samdrátt
þeirra vissi Iivert mannsbarn í
dalnum. Á þessari óséðn sauma-
konu eiga strákarnir í bæjar-
sundinu von upp í heiðardalinn
Jretta kvöld.
Það er naumast einleikið,
hvað karlinn er náttúraður,
kominn yfir sextugt, hafa þeir
margoft sagt sín á milli, því að
strákar skrafa svo margt. En
svona geta þeir verið, þessir karl-
ar, ef þeir komast í eitthvað feitt
um dagana. Hún Ólína heitin
var naumast búin að liggja árið
í gröfinni og sjálfsagt ekki byrj-
uð að rotna neitt að ráði, jregar
karl var aftur farinn á stúfana.
Honum var kannski vorkunn, —
ihafði búið einn með Oggu fóst-
urdóttur þeirra hjóna, nema
hvað þessir sunnanstrákar höfðu
xverið hjá honum tvö síðastliðin
sumur. Þau Ólína höfðn verið
barnlaus. Kannski hafði ekki
verið mikil eftirsjá í Ólínu heit-
inni eftir allt sarnan. Nú hafði
Grímur bóndi róið á ný mið.
En ljóður var á afla: Saumakon-
unni fylgdi lítil og vanburða
dóttir; luin var með vatnshöfnð,
höfðu strákarnir heyrt, hvað
sem átt var við með því. En
kannski var það ástæðan fyrir
því, að saumakonan lagði leið
sína upp í heiðardalinn.
„Hann hefði getað frestað
þessu, þangað til búið var að
koma þessum lanakrílum í tótt,“
segir Villi og er enn á höttum
eftir mannaferð niðri í dalntun.
Það er ekki nema von, að
hann segi það. Þarna hafa þau
þrjú bisað við heybinding og
heyflutning síðan birta tók í
morgun; Villi bundið með hjálp
Oggu og Tóti bæði farið með
og kornið fyrir. Djöfulsins þræl-
dómur, enda eftirtekjan ekki
mikil eftir daginn: þrjátíu kapl-
ar. Það sem forðað hefur Tóta
frá algjöru þroti er hve dreilt
um hlíðina þessar heykúrur
hafa staðið, sumar niður undir
kílum, en aðrar uppi í efstu
sköfum.
„Já, ég held hann hefði getað
frestað þessu flani nokkra daga,
— nógur er tíminn til að búa
sig undir vetrarkuldann," svar-
ar Tóti og glottir íbygginn.
Hann veit, hvað hann syngur,
Tóti.
Enn er njósnað af skemmti-
mæninum. Niðri í dalnum er