Eimreiðin - 01.05.1963, Blaðsíða 90
178
EIMREIÐIN
in hungri, ef hún mettast, þá deyr
hún. Ég hygg, að vísindin og list-
.irnar séu sama lögmáli háðar.
Allur skáldskapur er andstaða
og barátta, bæði við öfl og til-
lineigingar í skáldinu sjálfu — og
við rotnunaröflin í þjóðfélaginu.
En skáldið verður að vera frjáist
— það á engan húsbónda nema
himnaföðurinn. Hvað eru öll
hlunnindi og virðing heimsins á
móti frelsi skáldsins? — Ekki neitt.
Rithöfundurinn liefur hvergi
veraldlegt vald, en hann á hættu-
legasta vopn í heimi: orðið.
Þetta vopn hræðast öll kúgunar-
öfl. E'relsið er óaðskiljanlegt skáld-
skapnum. Það er innsta eðli skáld'
skapar. — Og skáldið vill heldur
njóta réttarins til að vera skamrn-
aður, en þagaður í hel.
SKUGGI.
☆ ★ ☆
Nyt fra Island
Nýlega er komið út fyrsta hefti fjórða árgangs af ritinu Nyt íra
Island, sem gefið er út af Dansk-islandsk Samfund. Er þetta hið vand'
aðasta rit og í því birtast margar íróðlegar greinar um íslenzk mál'
efni og fallegar myndir prýða ritið.
Þetta nýjasta hefti hefst á grein eftir Erik Sönderholm cand. mag-
-og fylgja henni margar myndir frá íslandi. Erik Balling skriíar 11,11
töku kvikmyndarinnar „79 af stöðinni“, Sigurður Nordal prófessor ul11
ÍPaul Roumert og ísland, Stefán Jóh. Stefánsson ambassador og Belat
,A. Kock minnast Önnu Borg, Stefán Karlsson mag. art. skrifar g1^111
'um Akureyri, Svavar Guðnason minnist Jóns Stefánssonar listmála13’
og grein er um Davíð Stefánsson skáld, eftir Tryggva Sveinbjörnssom
Þá eru birtar tillögur Norðurlandaráðs um Norrænt hús í ReykjaM'
og loks eru fréttir í stuttu máli frá íslandi. Forsíðumynd ritsins er fra
Jlorg á Mýrum.