Eimreiðin - 01.05.1963, Blaðsíða 54
142
EIMREIÐIN
segir Brandes: „Það er mér þó ekki
að skapi, hversu heiftúðlega og
skjótlega þér vísið á bug í ritum
yðar fyrirbrigðum eins og sósíal-
ismi og anarkismi. Anarkismi Kra-
potkíns fursta er t. d. ekki svo frá-
leitur.“2) Brandes viðurkennir
þannig tilverurétt þessara tveggja
vinstri strauma í hugmyndalifi álf-
unnar.
Seinna kynntist Brandes Krapot-
kín fursta persónulega og þeir skrif-
uðust á árin 1896—1919. Þeir voru
góðvinir, þótt margt bæri í milli í
skoðunum þeirra á ýmsum málum.
Krapotkín lézt 1921.
Krapotkín fursti var mikill lmg-
sjónamaður og sá draumsýnir um
framtíð mannkynsins. Eftir Parísar-
kommúnuna hóf hann starf nieðal
verkamanna í úthverfum Skt. Pét-
ursborgar og flutti þeim boðskap
kommúnunnar. Krapotkín varð
síðar viðurkenndur sem einn
fremsti lmgmyndasmiður anark-
ismans eða stjórnleysisstefnunnar.
Sú stefna vildi sprengja ríkisvald-
ið i loft upp í einni aðgerð undir
forystu nokkurra reyndra samsæris-
manna.
Uppistaðan í öllum kenning-
um Krapotkíns er hugmyndin um
gagnkvæma lijálp. Sú hugmvnd er
að sínu levti byggð á óhagganlegri
trú á dyggð mannsins. Dvggðin er
hin upphaflega forsenda. Af henni
leiðir möguleika fyrir gagnkvæmri
hjálp. Eitt höfuðverk Krapotkíns
2) Correspondance de Georg Bran-
des. Lettres choisies et annotées par
Paul Kriiger. II., L’Angleterre et la
Russie. Copenhague, 1956, XIX.
ber og nafnið: „Gagnkvæm hjálp.“
Höfundurinn lýsir þar fyrirbrigð-
um gagnkvæmrar hjálpar hjá dýr-
um, villimönnum, miðaldafólki og
nútímamönnum. Mannlegt samfé-
lag er lítt eða ekki aðgreinanlegt
frá heimi dýranna, sá síðarnefndi
þróast til að verða mannfélag án
nokkurra stökkbreytinga. Hug-
myndin um baráttu og gagnkvænt-
ar andstæður eru Krapotkín frarn-
andi. Allir menn eru í hans aug-
um gæddir sams konar eiginleik-
um, skiptast ekki í stéttir. Fólkið
veit ekki, hvað til þess friðar heyr-
ir og lætur ginnast til fylgis við
ævintýramenn og ríkisstjórnendur:
„Fólkið getur gert miklar skyssur.
Þannig er auðvelt að fá það til að
lofa hástöfum hvort lieldur er Na-
póleon eða Boulanger“ (Krapot-
kín: Bréf til Brandesar, Op. cit-
119). Hlutverk anarkistanna er svo
að eyðileggja þau tæki, sem slíkir
loddarar hafa notað til að villa um
fyrir fjöldanum. En einnig anark-
istar verða að teyma lýðinn að
þessu marki.
Krapotkín var innilega sann
færður um, að innst inni væri mað
urinn góður og takast mætti að
virkja þennan góðleik í þágu gagn'
kvæmrar hjálpar í samfélaginu-
Hann vildi ekki beina geiri sínum
gegn mönnum, heldur stefnurm
„Það er sú stefna, sem nú hefur
fengið yfirhöndina í enskum
stjórnmálum, sem ég fyrirlít — ekki
fólkið“ (Krapotkín til Brandesai-
12. jan. 1906). Þetta minnir á „and-
stciðuleysi ge?n hinu illa“, sem
Tolstoj prédikaði. Það er næsta
einfeldnislegt að ætla sér að berj'