Eimreiðin - 01.05.1963, Blaðsíða 14
102
EIMREIÐIN
bætzt hafi við þessa þróunarkeðju. Að vísu koma erlend áhri£
mjög til álita í þessu sambandi, en þau geta þó engan veginn orðið
neinn úrslitavaldur. íslenzka arfleifðin hlýtur alltaf að vera sterk-
:asta aflið, sem mótar og sníður íslenzkar bókmenntir. Sé þessa ekki
•gætt, verða allar umræður um íslenzkar nútímabókmenntir mark-
iaust orðagjálfur.
I
Bókmenntir og skáldskapur hafa eins og alkunna er verið eitt
helzta yndi og eftirlæti íslenzku þjóðarinnar um aldaraðir. Islend-
ingum hefur löngum verið gjarnt að hrósa sér af lítt eða ekki slit-
inni röð góðskálda og stórskálda sinna, sem nái allt frá landnáms-
öld til okkar daga, og ekki síður hefur þjóðin verið stolt af óbrot-
gjarnri ljóðhefð sinni, sem bezt befur lýst sér í því, að jafnvel þegar
miðaldamyrkrið hvíldi sem þyngst yfir landi og þjóð, sátu skáld og'
hagyrðingar vítt um hinar dreifðu byggðir landsins og dunduðu
við það í stopulum tómstundum að skíra og fægja tunguna og fella
liana í eldfornar skorður ríms og stuðla. Skáld og hagyrðingar hafa
og lengstum verið í rneiri metum en aðrir menn með þjóðinni, og
ef til vill hefur ljóðhefðin birzt í ótvíræðastri mynd í hinni ramm-
íslenzku stöku eða tækifærisvísu, sem fram á okkar daga hefur verið
ein helzta þjóðaríþrótt íslendinga. íslenzk skáld hafa og á flestum
tímum skapað þvílíkar bókmenntir, að gildi þeirra er hafið yfir
gagnrýni.
Um allar góðar bókmenntir er það sameiginlega að segja, að þaef
verða óhjákvæmilega lítils virði, ef umhverfi þeirra, eða þjóðin,
sem þær eru ortar til, kann ekki að meðtaka þær og njóta þeirra.
Hið sama gildir raunar og um skáldin sjálf. Skáld verða aldrei þjóð-
skáld, nema þeim takist að kveða til sín hug og hjörtu meiri hluta
þjóðar sinnar og öðlast að minnsta kosti athygli hennar ef ekki
aðdáun. Til þess að svo geti orðið, verður þjóðin, sem í hlut á, að
vera þeim þroska búin, að hún sé móttækileg fyrir röddum skálda
:sinna, eða með öðrum orðum, hún verður að standa á það háu
þroskastigi, að hún sé fær um að veita fögrum bókmenntum verð-
uga viðtöku og njóta þeirra og meta þær og virða að makleikum-
Fyrir skáldin er þessi þroski umhverfis þeirra meira en æskilegm',
hann er þeim lífsnauðsynlegur. Raddir skálda mega aldrei verða
raddir hrópenda í eyðimörk, því að ef svo verður, eru þau fyrir-
fram dæmd til sálarlegrar hrörnunar og andlegs uppþornunardauð-