Eimreiðin - 01.05.1963, Blaðsíða 103
EIMREIÐIN
191
°g einbeitni, mannúð og manndóm
°; Sumir liafa þó lítið lært, hvislar
einhver. Já, ég þekki einn af þessum
sumum. Hann lærði ekkert til þess að
'era undantekningin, sem sannar regl-
una. I>að var fórn hans.
^ví miður er ekki hægt að birta hér
nein sýnishorn af þessu verki höfund-
<lr- Það tæki of mikið rúm. Tek þann
kostinn að nefna nokkur heiti erind-
anna. Verður á nöfnunum auðséð að
'iða er við komið, enda heitir verkið
aljt »Það er svo margt“ (sem um er
þörf ag ræga) Tek ég af handahófi
nöfn, en alls eru erindin 54: Er
?uð til? _ Trúarbrögð náttúrunnar
" Kirkja og kristindómur — Tagore
°8 skóli hans — Gyðingurinn gang-
andi — Vígsla dauðans — Fataskipti
s<9nanna — Dyr andans — Náð og
nauðsyn — Norðurljós — Meistarar —■
uharir — Leyndardómar kirkjunnar
" Er nokkuð hinum megin?
Sigurjón Jónsson.
R’chard Beck: SKÁLD ATHAFN-
ANNA. - Ævi og starfsferill dr.
^ilhjálms Stefánssonar i megin-
rlráttum.
Eins og nafnið bendir til, er hér
J*ni að ræða æviminningu dr. Vil-
1‘dms Stefánssonar landkönnuðs og
ritgerðin sérprentun úr Tímariti
Joðrasknifélags íslendinga.Sérprentun
þessi er ein örk og er í sama broti og
tímaritið. Auk þess fylgir mynd af dr.
Vilhjálmi.
Þetta er ítarleg og fróðleg ritgerð
um hinn fræga landkönnuð. Dr. Ric-
ltard Beck greinir skilmerkilega frá
ætt og uppruna Vilhjálms, námsárum
hans og störfum, getur ritverka hans
og vísindastarfa, og þeirrar þýðingar,
er landkönnunarferðir hans hafa haft
fyrir seinni tímann. Hann segir meðal
annars: að „Vegna hinnar löngu
reynslu Vilhjálms í norðurferðum og
víðtækrar sérþekkingar hans á heim-
skautalöndunum, var áratugum saman
til hans leitað um fræðslu og lioll ráð
í þeim efnum bæði af hálfu opin-
berra aðila í Bandaríkjunum og flug-
félaga. Rússar urðu þó enn fyrri til
þess að notfæra sér kenningar hans
um heimskautalöndin sér til mikillar
gagnsemdar."
Annað rit hefur dr. Richard Beck
sent Eimreiðinni, en það er ritgerð
um Einar Pál Jónsson skáld, og fjallar
um ættjarðarljóð Einars, en ritgerð
þessi er sérprentun úr hátíðarútgáfu
Lögbergs— Heimskringlu i tilefni af 75
ára afmæli blaðsins í vetur.
Vestur-íslenzku blöðin eru í hönd-
um tiltölulega fárra hér heima, og
er því fengur að sérprentunum merkra
ritgerða úr þeim, en helzt þyrfti þá
upplag þeirra að vera það mikið, að
hægt væri að hafa sérprentanirnar á
almennum bókamarkaði.
/. K.