Eimreiðin - 01.01.1965, Blaðsíða 17
EIMREIÐIN
5
Nikulás Runólfsson, aðstoðarkennari við fjöllistaskólann
í Kaupmannahöfn.
Páll Briem, amtmaður.
Sigurður Pétursson, cand. júris.
Sigurður Sívertsen, stud. theol.
Stefán Stefánsson, skólakennari.
Steingrímur Jónsson, aðstoðarmaður í ráðuneytinu fyrir
Islanck
Steingríinur Thorsteinsson, latínuskólakennari.
Sæmundur Bjarnhéðinsson, stud. med. ér chir.
Þorsteinn Erlingsson, cand. phil.
Þorvaldur Thoroddsen, dr. phil., latínuskólakennari.
Af þessum mönnum eru 5 lögíræðingar, 4 læknar, 4 náttúru-
fiæðingar, 3 málfræðingar, 3 sagnfræðingar, 3 guðfræðingar, 2
verzlunarmenn, 3 alþingismenn og 3 skáld. Leggist allir þessir
menn á eitt — og bætist fleiri við, sem vér höfum góða von um, —
mun það margia manna mál, að ritið ætti að geta orðið fært í
flestan sjó.
Þeir, sem vilja unna riti voru ritgerða eru beðnir að senda þær
til undirritaðs (Kingosgade 15, Köbenhavn V.) Fyrir hverja prent-
aða örk verða greiddar 16-20 krónur í ritlaun.
Þeii, sem kaupa eða útvega kaupendur að 4 eintökum af ritinu
tða Ileirum og standa skil á andvirði þeirra fá 1 /4 af andvirðinu
í sölulaun.
Allii þeir, sem þetta boðsbréf er sent eða það sjá, eru vinsam-
lega beðnir að sýna það sem flestum og bæði að skrifa sjálfa sig á
eftirfarandi kaupendaskrá og ía aðra til að gera hið sama. Að því
búnu óskast kaupendaskráin endursend sem allra fyrst annað hvort
til undirritaðs eða til næsta bóksala.
Kaupmannahöfn 10. janúar 1895,
virðingarfyllst
VALTÝR GUÖMUNDSSON
Dr. phil., kennari í sögu fslands og íslenzk-
um bókmenntum við háskólann í Kaup-
mannahöfn.