Eimreiðin - 01.01.1965, Blaðsíða 28
Fáein svipleiftur
EimreiSarinnar
Eftir
Svein Sigurðsson.
Hvers konar myndir skyldu það verða, sem fyrir sjónir líða frá
fyrstu árum mínum við Eimreiðina, er rita skal í liana og um hana
á sjötíu ára afmæli hennar? Því er fljótsvarað. í fyrsta lagi hefur mér
alltaf þótt vænt um Eimreiðina og þykir enn. í <>ðru lagi er svo
margs að minnast um menn og málefni frá því tímabili ævinnar,
árunum 1923 til 1955, sem ég sá um ritstjórn Eimreiðarinnar og gaf
liana út, að um miklu meira efni yrði að ræða en komast myndi fyr-
ir í einni tímaritsgrein. Aðeins fátt eitt af svo ótal mörgu minnis-
verðu frá þeim rúmum þrjátíu og tveimur árum, sem ég var rit-
stjóri þessa tímarits, myndi komast að í þessu spjalli. En þar sem
ritstjóri hennar nú hefur óskað eftir, að ég ritaði eitthvað á þessum
tímamótum, hef ég ekki viljað skorazt undan því. En ég verð þó að-
allega að halda mér við fáein svipleiftur frá fyrstu árunum um og
eftir árið, sem ég tók við henni — og verða þau að nægja.
Hvað var það, sem kom mér til að gerast tímarits-ritstjóri? Allt
hefur sínar orsakir. Frá barnsaldri voru tímaritin Eimreiðin, Iðunn
og Skírnir eitt rnitt mesta uppáhalds-lestrarefni. Eimreiðin kom á
æskuheimili mitt strax árið 1895, er hún hóf göngu sína. Faðir minn
var mikill bókamaður. Sjaldan fór hann svo í kaupstað, að ekki
kæmi hann aftur heirn með einhverja nýútkomna bók, auk blaða
og tímarita. Þá var framleiðslan í þessari grein margfallt minni
en nú, en fróðleiksþrá alþýðu manna meiri. Auðvitað naut allt
heimilisfólkið góðs af því nýju lestrarefni, sem við bættist á heimil-
inu. Enda voru kvöldvökur þá í fullri tízku. Hélz.t svo fram yl’ir síð-
ustu aldamót og sums staðar lengur. Einn las þá fyrir alla í l>aðstof-
unni, án þess að vinna lélli niður hjá þeim, sem á hlýddu.
ur sogu