Eimreiðin - 01.01.1965, Blaðsíða 45
EIMREIÐIN og Vestur-íslendingar
I snjöllum „Vestmannavísum" sínum kemst Einar Benediktsson
þannig að orði í kvæðislok:
Alltaf flýgur liugur heim,
hvar sem gerist saga landans.
Standa skal í starfsemd andans
stofuinn einn með greinum tveim:
Brúnni slær á Atlasál
okkar feðramál,----
hrúað hefur Atlasál
íslands fagra, sterka mál.
Réttilega dregur hið glöggskyggna skáld hér athyglina að þeim
grundvallarsannleika, að það hefur verið íslenzk tunga, er fram á
þennan dag hefur bezt og traustast bniað hið breiða djúp, sem skil-
U1 Islendinga austan hafs og vestan. Um farveg hennar í margþættu
’nuðu máli, blöðum, tímaritum og bókum, hafa íslenzku menn-
mgarstraumarnir fallið, og gera enn, þó að aðstæðurnar séu nú
dt júgum breyttar frá því, sem áðttr var.
Islenzk tímarit koma hér mjög við sögu og farsællega; og ]>á ekki
Slzt Eimreiðin, sem nú liefur komið út í samfleytt 70 ár, og átti
set frá upphafi vega og lengi fram eftir árum fjölda lesenda og vel-
nnnara meðal íslendinga vestan hafs, og á þar enn, góðu lteilli nokk-
Urn lesendahóp, sem heldur verðskuldaðri tryggð við hana.
3