Eimreiðin - 01.01.1965, Blaðsíða 44
32
EIMREIÐIN
— O, sei, sei nei! Hún er sjaldnast há fyrir kvæði. — Þetta er dá-
lítiS á reiki, fer eftir lengd og þó fyrst og fremst eftir gæðum —.
— Já, en nú á ég ekki nema tíu krónur. Væri nokkur leið, að ég
fengi að borga afganginn seinna?
Ég horfði steinhissa á stúlkuna, áttaði mig þó í tíma og sagði:
— Það er ég, sem á að borga yður fyrir að mega birta kvæðið
yðar, en ekki þér mér. Og í rauninni er ekki hægt að greiða fyrir
svona kvæði eins og verðugt væri. Það ber launin í sjálfu sér —
laun, sem aldrei verða metin til fjár.
Ásdís stóð upp, undrandi á svip, eins og hún botnaði hvorki upp
né niður í öllu þessu. En svo rankaði hún við sér, þakkaði lágri
röddu og rétti fram höndina til kveðju.
Ég þrýsti hönd stúlkunnar og fylgdi henni til dyra. Á þrepskild-
inum staðnæmdist luin andartak, leit upp, eins og hún ætlaði að
segja eitthvað og ég gat ekki hetur séð en að í augurn hennar blikuðu
tár. Orðin komu ekki, en mér fannst eins og söngurinn, sem hún
hafði verið að segja mér frá, bergmálaði um stofuna — og það var
fagur söngur.
Svo lokuðust dyrnar á el'tir Ásdísi, — og hún hvarf — eins og
draumsýn — út í myrkrið fyrir utan-----.