Eimreiðin - 01.01.1965, Blaðsíða 110
Eftir Loft Guðmundsson.
Listir geta eflaust þróast jafnt
og þétt með þjóðum, en það mun
líka til, og kannski algengara, að
þær taki allharða spretti við og við,
en fari svo klyfjaganginn þess á
milli. Það er kannski ekki svo
fjarri sanni að líkja listinni við
hross í Jreim skilningi. Að minnsta
kosti er ]rar margt svipað. Tilþrif-
in á skeiði og stökki, þegar bezt
lætur, brokkið, luJlið, klyfjagang-
urinn og fetið — allt er þetta til
í listinni . . . hún gelur meira að
segja verið þrælstöð og ramvíxluð,
þegar því er að skipta. Og hlaupið
út undan sér, ætli ekki það.
Leiklistin hefur löngum farið
klyfjaganginn hér hjá okkur. Nú
hefur hún allt í einu þrifið sprett-
inn og geisist fram. Varla er þó
hægt að kalla það skeiðsprett enn
sem komið er, þó góðum lilþrifum
bregði fyrir við og við. Annars er
og varla að vænta; þetta er hálf-
gerð ótemja enn og taumhaldið hjá
okkur kannski ekki eins og skyldi.
Allt er þó skárra en klyfjagangur-
inn.
Með öðrum og samkvæmishæfari
orðum — nú er rnikil grózka í ís-
lenzku leiklistarlífi, og þá einkum
í höfuðstaðnum, sem hefur þar að
sjálfsögðu forystuna. Auðvitað
væri tilhlýðilegast að segja að það
væri Þjóðleikhúsið, sem hefði þat
forystuna, og ef til vill má líka
komast þannig að orði, en þar et'
þá aðeins um sjónarmun að ræða-
Leikfélagið er því harður keppi'
nautur og fer vel á því. Eflaust er
það einmitt þessi harða samkeppni.
sem þakka má sprettinn.
Þjóðleikhúsið hefur sýnt eitt
leikrit eftir íslenzkan höfund það
sem af er vetrinum, „Forsetaefnið“.
eftir Guðmund Steinsson. Ekki
verður sagt að það fengi góða
dóma. Það sannar að vísu ekki, að
um lélegt verk sé að ræða. Þess eru
mörg dæmi að gagnrýnendum
skjátlist. Ég lield að höfundurinn
geti gert betur — og eigi eftir að
gera betur. Hann er djarfur, bæði
í formi og orði, en ekki markvís að
sama skapi. Tilraunaleikhúsið
„Gríma“ hefur tekið annað leik'
rit hans, „Fósturmold", til með-
ferðar og er það eldra. Það hefm'
hlotið — yfirleitt — enn lakari
dóma, þó að ég sé ekki viss um að
Jrað sé réttmætt. Og rangt er það.
að formið, sem höfundur veh'1'