Eimreiðin - 01.01.1965, Blaðsíða 64
52
EIMREIÐTN
ina. En hverju sinni, þegar hann
reyndi að einbeita sér, skaut
hinni fögru ásjónu Hjákonunn-
ar upp í liuga lians. Hugleiðing-
in um Vatnið var líka án árang-
urs. Það brást ekki, fallega and-
litinu hennar skaut ljómandi
upp úr öldunum.
Efalaust var þetta eðlileg af-
leiðing af glapræði hans. Prest-
urinn komst fljótt að raun um
það, að einbeiting gjörði honum
meira illt en gott. Og nú reyndi
hann að slæva tilfinningar sínar
með því að dreifa huganum.
Hann undraðist að andleg ein-
beiting skyldi Irafa þær óvæntu
verkanir, að hann sykki aðeins
dýpra í villuna, en fljótlega
konrst hann að raun um það, að
þegar hann reyndi að dreifa liug-
anum, var hann bara að opna
sál sína fyrir þessum óvelkonmu
hugsunum. Nú tók hann að láta
undan þunganum, og þá ákvað
hann að hætta þessari árangurs-
lausu baráttu og einbeita lieldur
huganum að því að hugsa um
mynd Hjákonunnar Miklu.
Mikli Presturinn fann sér nýja
afþreyingu í því að dást að mynd
konunnar á sem fjölbreytilegast-
an hátt, rétt eins og væri hann
að dást að Búddalíkneski með
kórónu og fellingaríkum klæð-
um. Með þessu móti breytti
hann henni, sem hann elskaði, í
fjarlæga, ósnortna veru, sem
ljómaði í sívaxandi fegurð. Og
þetta veitti honurn mikið yndi
En hvers vegna? Vissulega væri
það lionum eðlilegra að hugsa
sér Miklu Keisaralegu Hjákon-
una senr venjulega konu, nálæga
og lialdna venjulegum maunleg-
um veikleika. Þannig gæti hann
fremur nálgast hana, að minnsta
kosti í dagdraumum sínunr.
Þegar hann var að íhuga þessa
spurningu, opnuðust augu hans.
Hann var ekki að skapa sér veru
af holdi og blóði, þegar hann
hugsaði um Miklu Keisaralegu
Hjákonuna, ekki heldur bara
draumsýn. Hún var honum tákn
veruleikans, tákn jress, sem er
kjarni hlutanna. Það var í raun
og sannleika undarlegt að hugsa
sér þennan kjarna í mynd og lík-
ingu konu. Samt var ekki langt
að leita ástæðunnar. Jafnvel þó
að Mikli Presturinn frá Shiga
væri orðinn ástfanginn, hafði
hann ekki brugðið Jreim vana
sínum, sem hann hafði tamið
sér í margra ára hugleiðinguni,
að fleygja hisminu og leita
kjarnans í hverjum hlut. Mikla
Keisaralega Hjákonan og stóra
lótusblómið voru nú orðin eitt
og hið sama fyrir innri sjónum
hans. Þar sem hún hvíldi á vatn-
inu með öll hin lótusblómin um-
hverfis, var hún orðin stærri en
Sumerufjall, stærri en allt keis-
aradæmið.
Því fjarstæðukenndari sem ást
prestsins varð, því meir brást