Eimreiðin - 01.01.1965, Blaðsíða 76
mniEifiiN
64
dóttir, var óvenjulega dugleg kona.
Hún ákvað að búa áfram og héll
furðu vel í horfinu, þó að margt
reyndist nú örðugra. Undir eins og
við systkinin uxum úr grasi, vorum
við látin taka þátt í störfum full-
orðna fólksins, enda veitti ekki af
því.
Vinnufólkið hvarf smám saman
á brott og reisti bú annars staðar.
Eg var bókhneigð og langaði mjög
til að læra eitthvað, en þess var
lítill kostur, því að enginn barna-
sk(')li var þá í sveilinni minni.
Eg las hverja þá skruddti, sem
ég náði í og hafði ol t bók á hnján-
um, þegar ég prjónaði eða spann,
ef mainma var ekki inni, en þegar
ég heyrði til hennar settist ég á
bókina. Hún sagði oli, að ekki gæti
ég alltaf lifað á bókum.
Þegar ég var 13 ára, tók mamma
það ráð að koma mér lil vinafólks
síns í næstu sveit. Þar átti ég að
læra eitthvað í reikningi, áður en
ég fermdist, svo að ég gæii síðar
kennt systkinum mínum. Dvaldi ég
þar í sji) vikur hjá því ágæta fólki.
Lengri varð ekki skólaganga mín
að sinni.
Skál er stór og erfið jörð. Hey-
skapur var þá lítill heima við og
langt á engjar. Sumar mýrarnar
lágu alveg norður við afréttinn.
Þegar heyjað var þar, var legið við
í tj(>ldum og lieyið selt í lanir, en
ekki fiutt heim, fyrr en á haustin.
Sauðféð var aðalbústofninn.
Hagaganga var ákaflega góð og
sjaldan þurfti að gefa fullorðnu fé.
Þó kom það fyrir, ef haglítið var að
því var gefið á skalla einkunt ám.
En það var erfitt að gæta fjárins á
vetrum, og þurfti oft að standa
yfir á daginn. Virtist veðurútlit
ekki gott, var féð ávallt byrgt í fjár-
húsum um nætur. Snjóflóðahætta
var nokkur í fjallinu, og flóamet
voru tíð í hörnrunum, og gáiu þau
verið varasöm, einktim þegar sól-
bráð var á útmánuðum.
A vorin var alltaf fært frá og
voru oftast nálægl 100 ær í kvíuin-
Ærnar voru oft óspakar fyrst í stað,
og vorti þær [)á byrgðar inni uffl
nætur fyrsiit vikurnar, en selið hja
Jteim á daginn. Það starf var okktu'
unglingunum ætlað. Áttum við að
lialda fénu á vissum svæðum-
Brekkur eru þarna mjög brattai'
með hátim hamrabeltum efst. All;l
daga klifruðum við um liamrana
frarn og aftur, stundum til að na
í hvannir eða hvannarætur. Þetta
var dásamlegur tími, þegar veðrið
var gott, því að alltal' uppgötviið-
um við eitthvað nýtt, og einnig gat
ég fengið stundir til að líta í bók.
Aðalaðsetur okkar var oflast efst
ttppi í hömrunum. Okkur kotn
aldrei til liugar, að þetta gæti verið
hæiLulegt, en við höfðum ágætt út-
sýni þaðan og sáum strax, ef ærn-
;tr ætluðu að rása burt. Þegar ég
óx upp, varð ég að mestu að hætta
hjásetunni vegna annarra starfa-
Það var aðeins fyrstu dagana efti1'
fráfærur, sem ég mátti fara með
systkinum mínum, meðan ærnar
voru að spekjast.
Ég var á 17. ári, þegar sá atburð-
ur gerðisl, sem ég ætla nú að segja
frá og mér er minnisstæðastur alls
þess, sem fyrir mig kom á æsku-
árum mínum.
Einu sinni rákum við ærnar á