Eimreiðin - 01.01.1965, Blaðsíða 43
EIMRF.IÐIN
31
þess. Ég gat ekki gleymt söngnum í Álfadal, ekki losað mig undan
áhrifum hans. Hann bergmálaði í huga mínum hvar sem ég var
stödd. Og mér fannst endilega, að ég yrði að reyna að gefa öðrum
hlutdeild í áhrifum hans á mig. En nú er ég víst buin að masa oi mik-
ið. Hvað segið þér svo um kvæðið? Er þetta ekki allt saman einhver
vitleysa?
Ég virti fyrir mér andlit stúlkunnar, án þess að svara. Það var eftit-
vænting, jafnvel angist í svipnum. Svo sagði ég hægt og með áherzlu.
— Kvæðið yðar er ljómandi fallegt — og ég birti það með ánægju,
— ef ég má.
Það er undravert hvað mannssálin, jressi óþekkta stærð, sem viti-
ingar á öllum öldum hafa verið að berjast við að túlka, getur stund-
um opinberað sjálfa sig leiftursnöggt í svipbrigðum, svo að sýn geli
inn í innstu fylosni hennar og lesa me<>i vorn innra rnann sem opna
bok. Stundum eru þessi svipbrigði aðeins leiftur í auga, reiðihrukka
á enni, hörkudrættir um munn — eða þá eitt gleðibros. En áður en
varir dregur hulu yfir hina óvæntu opinberun. Hin rótgróna til-
hneiging til að fela sinn innra mann fyrir sjónum heimsins segii
altur til sín, — og mannssálin grúfir aftur, jafn torráð og dul, sem
áður, yfir síuum eigin leyndardómi.
Brosið, sem færðist yfir andlit stúlkunnar, glampinn í augunum,
Ijominn yfir svipnum, var mælskara en nokkur orð um þá ovæntu
gleði, sem Jretta svar mitt hafði veitt jtessu náttúrubarni, sem komið
var um langan veg til þess að fá úr því skorið, hvort erfiðasta við-
fangsefnið, sem það hafði brotið heilann um, væri ef til vill eftir
allt saman aðeins tómur hugarburður. Ég hafði á sömu dagstund
séð tvennskonar bros á andlitum tveggja í leit, svo óendanlega ólík
hvort öðru.
Stúlkan spratt á fætur og hrópaði upp yfir sig.
— Ó, ég Jrakka yður innilega fyrir! Þér getið ekki ímyndað yður
hvað mér þykir vænt um að heyra þetta! Mér fannst nefnilega alltaf,
að ég yrði að koma einhverju af jressu til skila, sem ég hef verið að
koma á blað, — því eiginlega ætti ég það ekki sjálf, heldur huldan
mín heima, — ja, ég veit ekki hvort þér skiljið mig-----.
Ásdís var nú aftur orðin alvarleg í bragði, settist á ný við borðið,
— og auðséð var, að nú var hún farin að velta einhverju enn öðru
fyrir sér, sem olli lienni óróa og hana langaði til að spyrja um. Loks
stundi hún upp:
— Já, svo er joað náttúrlega greiðslan, er hún ekki nokkuð há?