Eimreiðin - 01.01.1965, Blaðsíða 101
kostum og hversu skattar greidcl-
ust- Spurði konungur innvirðulega,
e|i Þorvaldur svaraði öllu einarð-
lega.
‘íagði Þorvaldur að niikill fjöldi
höfðingja í Garðaríki væri ættað-
l'i' frá Norðurlöndum, þar væru
niargir herskáir menn, sterkir,
hraustir og djarfir, en jryldu ilia
goðan aga. Og jrótt einstaklingar
væru jrar margir miklir vígamenn,
skorti þá mjög herstjórn, hernað-
arlist og kænsku í stríði til jafns
Grikki. Þá lýsti Þorvaldur leið-
um, nefndi árnar Dnjepr og Dýnu
°g fleiri skipgengar ár, fossa og
húðir og erfiða hávaða, sem taf-
samt væri að korna skipum yfir.
kinnig minnti hann á ræningja,
sem oit réðust á kaupmenn og píla-
grima á leið til Rómti eða Jórsala.
Auðséð var að konungi jrótti Þor-
' aldi mælast vel, þótt hann segði
latt annað en jjað, sent hér var áð-
Ur vel kunnugt. Þegar Þorvaldur
þagnaði, starði konungur á hann
leng‘ eftir þögull.
Sírekur sat hér nokkru fjær.
1 dafði lífvörður hleypt honuin inn
hiklaust vegna föður hans. Nú
horfði hann á þessa tvo ólíku
menn, sem ræddust við. Stólkon-
Ungurinn var lítil maður í saman-
hurði við Þorvald. Þorvaldur talaði
sujöllum rómi hreina grísku, flutti
ermdi sitt skýrt og skilmerkilega.
honungur var stirðmæltur og tal-
aði óhreinan málblending, þagn-
aði oft í miðri setningu og klóraði
ser í skegginu svarta. Hann hafði
slor augu og skær, en Síreki sýnd-
Ust þau vera köld og grimmdarleg.
hn joað var auðséð að konungur
var vel þjálfaður íþróttamaður.
Sagt var að hann væri mikill her-
maður og djarfur í orrustu, fremst-
ur í flokki í bardaga og bæri aila
tíð sigur úr býtum í hverjum hild-
arleik. Þetta var maðurinn, sem
allir óttuðust bæði í stríði og íriði.
Samt fannst Síreki að Jrað væri
Þorvaldur, sem hefði átt að vera
konungurinn. Til Jiess hafði hann
bæði róm og yfirbragð, karl-
mennsku og hjartagæzku. Hann
gátu allir elskað og virt.
„Hygg þú værir vel fallinn til
þess að vera hershöfðingi, Þorvald-
ur,“ mælti konungur.
„Mæl eigi svo, herra,“ sagði Þor-
valdur.
Sigurjón Jónsson