Eimreiðin - 01.01.1965, Blaðsíða 52
40
EIMREIÐIN
samgöngubætur haía í l'ör með sér, verðum vér sömu armingjarnir
og liingað til og fleiri hrökklast úr landi með þeirri röngu skoðun,
að ekki sé hægt að lifa viðunanlegu líli á íslandi. En sé ekki hægt
að lifa góðu lífi á íslandi, þá er það ckki landinu að kenna, lieldur
samgönguleysinu.
Hvers vegna er meira auðmagn í Bandaríkjunum í Ameríku, en
í nokkru öðru ríki? Er það af því að landið sé betra en nokkurt
annað land? Nei, það eru til lönd, sem eru langtum betri og frjó-
samari, en samt eru íbúar þeirra hreinustu armingjar í samanburði
við Bandaríkjamenn. Af hverju kemur þetta? Af því að Bandaríkja-
menn liafa séð betur en nokkur önnur þjóð, hver eru hin fyrstu skil-
yrði lyrir velmegun hverrar þjóðar, nefnilega greiðar samgöngur.
Fyrir því hafa þeir varið meira fé til að efla samgöngur sínar en
nokkur önnur þjóð, og halda því stöðugt álram. Árið 1893—4 lögðu
þeir sporbrautir (hér um hil eintómar rafmagnsbrautir), sem voru
2352 kílómetrar að lengd og ganga nú á þeim 5721 vagn. Þetta var
nú á einu ári. Og lítum svo á járnbrautir þeirra. Þær námu 1. janúar
1895 177,753 enskum mílum eða hér um hil 280 000 kílómetrum,
sem er langt um meira en allar brautir Norðurálfunnar, og meira að
segja líklega meira en allra annarra ríkja í heiminum til samans. Á
árunum 1880—90 nam járnbrautagjörð þeirra að meðaltali 8000
kílómetrum á ári. Síðan hefur htin numið hér um hil 6000 kílómetr-
um um árið.
Má nú ekki eins spyrja: Hvers vegna eru íslendingar fátækari en
nokkur önnur siðuð þjóð? Og svarið virðist liggja beint við: Al: því
að hjá engri siðaðri þjóð eru samgöngurnar í öðru eins ólagi og á
íslandi.
Hættið að safna í sjóvettlinginn, hættið að hrúga peningum í
viðlagasjóð, en verjið hverjum eyri, sem mögulegt er án að vera,
til þess að hæta samgöngurnar. Því Jiær eru hið fyrsta lífsskilyrði
hverrar þjóðar. Allar aðrar framfarir koma á eftir.
Og þau einu samgöngufæri, sem geta fullnægt þörfum nútímans,
eru eimskip og eimlestir.
V. G.
Þó að barátta dr. Valtýs Guðmundssonar, bæði á Aljúngi og í skrifum
lians í Eimreiðinni, haii ekki leitt til sigurs í sjálfu járnbrautamálinu,
varð hún þó tvímælalaust til jress að vekja Jrjóðina til umhugsunar um
nauðsyn samgöngubóta á landi og sjó. En vera má að jrjóðin gjaldi Jrcss