Eimreiðin - 01.01.1965, Blaðsíða 23
EIMREIÐIN
11
um að vanda efni hennar eftir föng-
um, og þó að margvíslegar breytingar
liali orðið á sjötín ára ferli ritsins, ný
sjónarmið og nýjar stefnur hafi rutt
sér til rúms, bæði í bókmenntum og
á öðrum sviðum, hafa meginstefnu-
miðin haldist óbreytt, en efni ritsins
að sjállsögðn verið sveigt að viðfangs-
efnum líðandi stundar á hverjum
tíma.
Hér er raunar ekki ætlunin að
leggja dóm á Eimreiðina hin síðari
ár, og ekki er heldur þörf á því, að
rekja ýtarlega sögu hennar eftir að
hún fluttist heim til íslands árið 1918.
Þó skal þess getið, hverjir liafa verið
ritstjórar hennar og útgefendur.
Eins og áður segir seldi dr. Valtýr Guðmundsson Eimreiðina í árs-
lok 1 í) 17, og hafði þá verið ritstjóri hennar frá stolnun eða í sam-
íellt 23 ár. Orsakir Jiess, að hann seldi tímaritið munu fyrst og
fremst hafa verið hinar örðugu samgöngur við ísland á heimsstyrj-
aldarárunum fyrri, en hann segir svo, þegar hann kveður lesendur:
„Með því að ýmsir J>eir örðugleikar, sem heimsstríðið mikla hefir
skapað, ekki sízt liið afartakmrakaða póstsamband við ísland, hafa
gert mér ókleift að halda útgáfu Eimreiðarinnar áfrani hér í Kaup-
mannaliöfn, tilkynnist hér með að ég nú hefi selt útgáfuréttinn að
henni, ásamt öllum útistandnadi skiddum og óseldum leifum af eldri
árgöngum, herra Ársæli Árnasyni í Reykjavík og kemur lnin því
framvegis út á hans kostnað."
Þegar Ársæll Árnason tók við útgáfu Eimreiðarinnar, réð hann
sér sem ritstjóra Magnús Jónsson guðfræðidósent, síðar prófessor og
ráðherra, og undir þeirra stjórn mun upplag Eimreiðarinnar liafa
orðið mest í sögu hennar, enda liafði Ársæll mjög góða aðstöðu við
útbreiðslu hennar Jjar sem hann rak á þessum árum stóra bókaverzl-
un í Reykjavík. Og Magnús Jónsson lét ekki sinn hlut eftir liggja
sem ritstjóri, enda hugkvæmur mjög og víðsýnn. Auk þess, sem hann
ritaði mikið í Eimreiðina sjálfur Jjau ár, er hann var ritstjóri henn-
ar, naut hann liðstyrks ýmissra kunnustu rithöfunda og fræðimanna
þjóðarinnar á þeim tíma.