Eimreiðin - 01.01.1965, Blaðsíða 32
20
EIMREIÐIN
en eru nú fyrir löngu orðnir þjóðkunn skáld og rithöfundar. Ég
man þegar Jóhannes úr Kötlum Jónasson, hár, vörpulegur ungur
maður úr Dölum vestur, kom heirn til mín með kvæðið sitt „Ég
dæmi þig ekki . . .“ sumarið 1927. Það þurfti ekki að lesa handritið
Jnhannes úr Kötlum Jnn Magnússon Guðmundur Böðvarsson
að kvæðinn lengi lil þess að finna, að sá ungi maður, sem það hafði
ort, var líklegur til að verða, var reyndár þegar orðinn, ástmögur
Braga. Sjáll't fyrsta erindið gaf strax fyrirheit tnn þetta, en það er
svona:
„Ég dænti þig ekki, syndug sál!
Ég sé að þti eltir heimsins tál
og gleymir, að guð er nærri.
Ég heyri, að þú talar húmsins mál.
— Þín hugsjón verður æ smærri —
og sigrarnir færri og færri.“
Ég birti kvæðið strax í næsta liefti, júlí—septemher-heftinu 1927.
Skömmu síðar kom Jón heitinn Magnússon til mín með kvæðið
sitt „Dettifoss" sem birtist í október—desember-heftinu sama ár.
„Hamradrottinn! Hljóður vil ég gista
hjá þér, meðan söngvar þínir rista
geislarúnir gengum hjarta mitt.-----
Svo hefst kvæði Jóns um jötun þann sem Kristján Fjallaskáld,
Einar Benediktsson, Matthías og Hannes Hafstein hafa um kveðið
sín snilldarkvæði. Er hlutur Jóns þó engan veginn slakur á því
skáldaþingi, eins og allir þeir, sem saman hera kvæðin fimm, munu
játa. Jón féll fyrir aldur fram, harmdauði öllum, sem lionum kynnt-
ust og ljóðlist hans.
J