Eimreiðin - 01.01.1965, Blaðsíða 116
104
EIMREIÐIN
h;ms. Og clrepa má á, að dr. Valtýr
gat lileypt ljóðfáki á sprett og fór
liann með kostum hjá honum (Sbr.
„Töframynd í Atlantzál").
Stjórnmálaferill dr. Valtýs var hinn
merkasti, svo sem áður var að vikið,
liann var um skeið aðalmaðurinn í ís-
lenzku stjórnmálalífi, þótt stcfna hans
í sambandsmálinu yrði eigi ofan á um
það cr lauk, en byrlega blés lvrir
henni um skeið. í bréfunum eru gagn-
merkar upplýsingar um hugsjónir
hans, stefnu og baráttu, og í ágætum
og ýtarlegum skýringum Finns Sig-
mundssonar. En dr. Valtýr lét einnig
mikið til sín taka í atvinnumálum.
Hann var stórhuga og Iramsýnn, og
það scm Iiann lagði til mála var ávallt
byggt á þekkingu, og hann vann jafn-
an af miklu kappi að þeirn málum,
sem hann vildi koma fram. Allt kem-
ur þetta glöggt fram í bréfunum og
skýringunum.
Síðari ár ævinnar hclgaði hann sig
mest kennslu — og vísindaiðkunum,
unz heilsuleysi tók að buga Iiann.
Starf hans sem stjórnmálamanns, vís-
indamanns, kennara og ritstjóra var
mikið. Stjórnmálaleiðtoginn Valtýr
Guðmundsson fékk oft ómilda dóma
andstæðinga sinna og um afskipti lians
af stjórnmálum verða sjálfsagt lengi
ski|itar skoðanir, en bréf hans koma
út á réttum tíma og munu verða
áhugamönnum til aukinnar þekking-
ar og glöggvunar á tímabili, sem end-
urvakinn er áhugi fyrir, og stjórn-
málalegri þróun þcss skeiðs, sem dr.
Valtýr kom við sögu sem stjórnmála-
leiðtogi. Sá áhugi var vakinn með ævi-
sögu þeirri, sem Kristján Albertsson
hefur ritað um Hannes Hafstein,
skáldið og stjórnmálaleiðtogann, sem
varð „fyrstur íslenzkra manna skipað-
ur ráðherra íslands“ — en ekki dr.
Valtýr Guðmundsson.
En þótt enn kunni að verða deilt
um stjórnmálaafskipti dr. Valtýs, hygg
ég, að það muni sannast ,sem ég sagði
í áðurnefndri minningargrein um
hann látinn, að varla muni „verða um
það dcilt hve mikið og gott starf hann
innti af höndum á öðrum sviðum“. Eg
er ekki í vafa um, að Eimreiðin liafði
í hans tíð mikil þroskandi og göfg-
andi áhrif á þjóðina. Og ég man það
vel frá bernskudögum, að það eins
og birti yfir, þegar Eimreiðin koni-
Koma hennar var viðburður.
Ég vildi mega endurtaka lokaorð
áðurnefndrar greinar minnar óbreytt:
Dr. Valtýr Guðmundsson var höfð-
inglegur maður, virðulegur sýnum og
prúðmannlegur í allri framkomu.
Hcimili hans í Kaupmannahöfn stóð
Islendingum opið, og mun hann hafa
hjálpað mörgum ungum íslendingum,
verið þeim hollráður og greitt fyrir
þeim á ýmsan hátt. Er mér kunnugt
um, að mörgum ungum, íslenzkutn
piltum, sem til Hafnar komu, þótti
vænt um hann æ síðan. Hann kom
þannig fram við þá, að þeim gleyrnd-
ist það ekki. Ég var einn þeirra. Ég
mun ávallt minnast dr. Valtýs Guð-
mundssonar með þakklátum huga,
ekki eingöngu vegna starfa hans, held-
ur einnig vegna minninganna um
hann við persónulég kynni á heimili
hans. En það fer ekki hjá því, að ís-
lendingar munu lengi minnast Valtýs
Guðmundssonar, því að hann var um
langt skeið einhver hinn mikilhæfasti
„útvörður íslenzkrar menningar", sem
þjóð vor hefur átt.
Axel Tliorsteinson.
Hnnnes Pétursson: STEINGRÍMUR
THORSTEINSSON - Líf hans og
list —. Bókaútgáfa Menningarsjóðs
1964.
1 bók þcssari hefur nútíðarskáld tck-
ið til endurmats og túlkunar skáldskap