Eimreiðin - 01.01.1965, Blaðsíða 36
24
EIMREIÐIN
ritað — eða 21. janúar 1965 — liefði liann orði sjötugur, ef hann
hefði lifað. I Eimreiðina 1955 ritaði ég um þennan gamla skóla-
bróður minn og vin, er hann varð sextugur, greinina „Skáldið frá
Fagraskógi" og vitnaði þar m. a. í kvæði haris „Á vegan'iótum“, til unr-
mæla hans um lýðhyllina: „Lýðsins lof og
hylli lokkar margar sálir. Vegir þeirra verða
víða klakahálir" o. s. frv., og bætti því við,
að lýðhylli sú, er liann naut og berlegast
kom í ljós á sextugsafmæli hans þá, muni
þó ekki verða lionum vegir klakahálir. „Til
þess er lalsið of máttvana, hyllin of fals-
laus og liann sjálfur of hreinskilinn og sjálf-
stæður.“ Ég fæ ekki annað séð en að þessi
ummæli eigi við jafnt að lionum látnum
sem meðan hann var í tölu lifenda hér á
jörð.
I 1. hefti I. árgangs Eimreiðarinnar árið
1895 er að linna mynd af fyrsta listaverki
Einars Jónssohár frá Galtafelli í Hruna-
mannahreppi, sem þá er við nám í Kaupnrannaböfn. Myndinni
lylgja fáein orð eftir Boga Tlt. Melsted, sem skýrir svo-frá, að Einar
sé þá að höggva myndina í marmara. Þetta var höggmyndin: Dreng-
ur á bæn. Einar Jónsson var aldrei mikið fyrir það gefinn að ræða
um list sína, en lét verk sín tala. Þó ritaði liann nálega hálfri öld síð-
ar grein í Eimreiðina (árg. 1944) um fyrstu viðhorf sín til lífs og list-
ar, þar sem hann lýsir af þeirri einlægni og alvöru, sem einkenndi
hann jafnan, draumsýnum þeim, sem heilluðu hann í æsku og fylgdu
lionum jafnan í listaverkum þeirn, sem liann mótaði. Engan lista-
mann höfum við átt þöglari en hann, en jafnframt frjósamari í tján-
ingu fyrir sanrtíð sína og framtíð, þar sem eru verk hans þau hin
þöglu. Bækur hans „Minningar" og „Skoðanir", sem út komu síðar
á sama ári, eru að sjálfsögðu beztu prentuðu heimildirnar, sem völ
er á um líf hans og list. En til þess aðkynnastEinarisjálfum, jafnaðist
ekkert á við það að fá að ræða við hann í einrúmi, á listasafni hans,
innan um sjálfar höggmyndirnar, börnin hans, sem eru eins og lif-
andi tákn um þann anda, sem innifyrir bjó í honum sjálfum. Einar
Jónsson myndhöggvari er ógleymanlegur liverjum þeim, sem hann
opnaði hug sinn og hjarta. Hitt má vafalaust segja, að liann hafi
ekki verið við allra skap né heldur allir að lutns skapi. Ilann var lista-