Eimreiðin - 01.01.1965, Blaðsíða 18
6
EIMREIÐIN
Þannig hljóðar texti boðsbrét’sins, er Valtýr Guðmundsson lét
prenta og sendi út nokkrum mánuðum áður en fyrsta heftið af Eim-
reiðinni kom út. Neðan við undirskriftina er fornr fyrir kaupenda-
skrá, þar sem væntanlegir áskrifendur áttu að rita nöfn sín, stöðu,
heimili og eintakafjölda, er þeir óskuðu eltir að fá sendan, en boðs-
bréf þetta var ekki einungis sent einstaklingum heldur einnig bók-
sölum og umboðsmönnum, er síðan söfnuðu áskrifendum.
Ekki er vitað nti í hve mörgum eintökum boðsbréfið var prentað,
en gera má áð lyrir að Valtýr hali sent það ýmsum málsmetandi
mönnum bæði hér á landi og víðar, meðal annars skyldmennum sín-
um og fleirum í Vesturheimi. í handritasaliii Landsbókasafnsins
eru varðveitt milli 20 og ;50 eintök af boðsbréfinu, þar á meðal er
eitt, sem komið hefur frá Ameríku, og á kaupendaskrá þess eru all-
inörg nöfn. Bréfin, sem send hafa verið til íslands, og varðveitzt hafa,
eru frá ýmsum stöðum á landinu, og meðal nafna á áskrifendaskrám
þeirra eru nöfn margra þjóðkunnra manna, er sumir hafa skráð
eigin hcndi. Þar cr t. d. nafn sr. Matthíasar Jochumsonar skálds, Guð-
mundar Friðjónssonar á Sandi, séra jónasar Jónasar á Hrafnagili,
séra Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, Stefáns Stefánssonar síðar
skólameistara á Akureyri, Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal, Guðmundar
Hannessonar læknis, Helga Guðmundssonar læknis á Siglulirði og
Hafliða Guðmundssonar hreppstjóra þar; Hallgríms Thorlaciusar
prests á Glaumbæ í Skagafirði og Jóns Borgfirðings, svo að nokkur
nöfn séu nefnd. En þar eru einnig nöfn ýmsra alþýðumanna og
kvenna, senr virðast hafa fagnað því að eiga von á riti sem flytti
greinar í „slíku sniði, að þær geti orðið við alþýðuskap" eins og seg-
ir í boðsbréfinu. Titlar svo sem bóndi, húsfrú, vinnumaður, yngis-
maður og yngismey eru ekki fátíðari, en titlar lærðra manna á kaup-
endaskránum.
Eins og fram kemur í boðsbréfinu mun meginástæðan fyrir stofn-
un Eimreiðarinnar hafa verið sú skoðun Valtýs Guðmundssonar og
annarra menntamanna, sem að stofnun ritsins stóðu, að þau tímarit,
sem þá voru gefin út á íslandi væru um of einhæf og lítt við alþýðu-
skap, sinntu takmarkað almennum framfaramálum og bókmennt-
um, enda er stefna ritsins mörkuð með þessu fernu: að það eigi að
llytja skáldskap, ritdóma, greinar um landsmál og fræðandi og
skemmtandi gieinar um ýmisleg efni. Stjórnmál eru þó undan-
skilin, og má það að sumu leyti furðulegt teljast, þar sem sjálfur
ritstjórinn var einmitt á þessum árurn að hefja hinn stormasama