Eimreiðin - 01.01.1965, Blaðsíða 24
12
EIMREIÐIN
Arsiell Arnason,
útgefandi 1918—1923
Magnús Jónsson,
ritsljóri 1918—1923
Útgáfa Eimreiðarinnar heima á íslandi er jafngömul fullveld-
inu, en árið 1918 byrjaði hún að koma út í Reykjavík, og segir m. a.
svo í fyrsta heftinu ,sem þar kom út:
„Sjálfstæðishugur þjóðar vorrar hefir komið lram með ýmsurn
hætti á síðari árum. Og einn vottur hans er áhugi sá, sem hefir sýnd-
ur verið á því, að flytja sem flest af því, sem þjóðin á, heim til ís-
lands . . .“ ()g ennfremur: „Eimreiðin er fædd og upþalin í fjarlægu
landi. En samt hefir lnin jafnan nærst af íslenzku lofti, og getur eigi
af öðru þrilist . . .“ Og enn segir: „Framvegis mun hún svo koma
út í Reykjavík, sem tekur við flestu því, er frá Kaupmannahöfn
flytzt."
Árið eftir að Ársæll Árnason keypti Eimreiðina af dr. Valtý Guð-
mundssyni flutti hann leifarnar af gömlum árgöngunum heim
frá Kaupmannahöfn, en jrá munu enn hafa verið til nokkur „komp-
let“ eintök af 23 fyrstu árgöngunum. Meðal þeirra, sem aðstoðuðu
við að flytja Eimreiðina frá heimili dr. Valtýs í Kaupmannahöln til
skips, voru tveir kunnir íslenzkir tónlistarmenn, sem þá voru staddir
í Kaupmannahöfn. Það voru þeir Þórarinn Guðmundsson fiðlu-
leikari og Þórhallur Árnason eellóleikari, bróðir Ársæls. Þórarinn
Guðmundsson hefur sagt undirrituðum, að þeir félagar hafi borið
marga kassa af Eimreið ofan af sjöttu hæð í húsi því, þar sem dr. Val-
týr bjó, og síðan ekið þeim á handvagni til skips. En að loknu þessu
verki hafi dr. Valtýr boðið þeim, ásamt Ársæli og fleiri íslenzkum