Eimreiðin - 01.01.1965, Blaðsíða 90
78
EIMREIÐTN
og fremst mannlífi né iðancli um-
ferð, heldur jurtalífi og blóma-
skrúði. í hverri opinni glugga-
kistu, hverjum svölum er komið
fyrir heilum blómagarði. Frá þeim
leggur litaskrúð og angan. Þetta
blómahaf gefur borginni sérstak-
an og sérkennilegan blæ. Ájækk
fyrirbæri gefur raunar víðar að
líta á Suður-Spáni, en hvergi í jafn-
ríkum mæli sem í Sevilla.
Við })etta bætist svo sjálf um-
ferðin. En í öfugu hlutfalli við
umferð flestra annarra landa læt-
ur ekki hæzt í hinum vélknúnu
farartækjum, heldur j)eiin, sem
ganga á tveim fótum og tala sam-
an. Það er kyngikraftur í þessum
samræðum á götum úti og það
hvarflar að manni að talandinn
hljóti að ganga fyrir nokkurra hest-
krafta orku, svo er hávaðinn mikill
samfara handapati og öðrum lík-
amshreyfingum. Þegar Spánverji
kemst í geðshræringu, túlkar liann
tilfinningar sínar og hugsanir ekki
síður með tilburðum líkamans en
öðrum.
Eins og aðrar borgir, á Sevilla
sín hús. Tvö þeirra bera af öðr-
um, jafnt hvað íburð snertir og
sögulegar heimildir. Þessi ln'is eru
dómkirkjan og konungshöllin.
Dómkirkjan í Sevilla er hvort-
tveggja í senn, stærsta kirkja Spán-
ar og þriðja stærsta kirkja veraldar.
Siærri en Péturskirkjan í Róm og
Pálskirkjan í London. Hún er eins
og aðrar kirkjur jtar syðra, dimm,
há til lofts og skrautleg. Myrkar
verða kirkjurnar að vera, ella
myndu kertaljósin, sem fólkið gef-
ur fyrir sálu sinni, ekki njóta sín.
Þó er annað enn betra við myrkrið
í kirkjunum, en Jxið er forsælan
og svalinn frá brennandi sólarglóð-
inni úti. Ef ég Jjyrfti að vera á
Spáni til langframa, myndi ég ger-
ast kaþólskur, aðeins til að geta
dvalið langdvölum innan kirkju-
veggjanna á meðan sólin brennir
og steikir allt dautt og lifandi í
glóð sinni.
Auðvitað á clómkirkjan í Sevilla
sína fjársjóði, — sína helgu dóma,
En helgastur dómur hennar er ekki
annars heims, — ekki trúarlegs eðl-
is, eins og flestra annarra kirkna,
— heldur veraldlegs eðlis. Það eru
bein Kólumbusar landaleitar-
manns. Frá Sevilla bjóst Kólum-
bus til jceirrar farar, sem frægust
hefur orðið alla sjóferða í verald-
arsögunni. Það var í jieirri för, sent
hann fann Ameríku eftir að ís-
lendingar höfðu týnt henni.
Með landafundi sínum vann
Kólumbus sér ekki aðeins ódauð-
lega frægð í veraldarsögunni, held-
ur færði hann og Jtjc'tð sintii gull-
kvörn, — efnahagslega gullöld.
Hún varð Spánverjum þó fremur
til falls en giftu, ])egar fram í sótti.
Gtdlið flæddi ylir landið, vinnan
og brauðstritið var ójtarft. Menn
gátu leikið sér í vellystingum. Og
ennj)á meira gull lá óhreyft í nýja
heiminum, — Ameríku. Þangað
streymdu Spánverjar. Einn góðan
veðurdag vöknuðu menn af vond-
um draumi. Innri verðmæti höfðu
setið á hakanum, — menningarleg-
ar framfarir í rúst, — atvinnulífið
;ið meira eða minna leyti í molum-
Dansinn kringum gullkálfinn varð
cigæfa Spánar.