Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1965, Page 90

Eimreiðin - 01.01.1965, Page 90
78 EIMREIÐTN og fremst mannlífi né iðancli um- ferð, heldur jurtalífi og blóma- skrúði. í hverri opinni glugga- kistu, hverjum svölum er komið fyrir heilum blómagarði. Frá þeim leggur litaskrúð og angan. Þetta blómahaf gefur borginni sérstak- an og sérkennilegan blæ. Ájækk fyrirbæri gefur raunar víðar að líta á Suður-Spáni, en hvergi í jafn- ríkum mæli sem í Sevilla. Við })etta bætist svo sjálf um- ferðin. En í öfugu hlutfalli við umferð flestra annarra landa læt- ur ekki hæzt í hinum vélknúnu farartækjum, heldur j)eiin, sem ganga á tveim fótum og tala sam- an. Það er kyngikraftur í þessum samræðum á götum úti og það hvarflar að manni að talandinn hljóti að ganga fyrir nokkurra hest- krafta orku, svo er hávaðinn mikill samfara handapati og öðrum lík- amshreyfingum. Þegar Spánverji kemst í geðshræringu, túlkar liann tilfinningar sínar og hugsanir ekki síður með tilburðum líkamans en öðrum. Eins og aðrar borgir, á Sevilla sín hús. Tvö þeirra bera af öðr- um, jafnt hvað íburð snertir og sögulegar heimildir. Þessi ln'is eru dómkirkjan og konungshöllin. Dómkirkjan í Sevilla er hvort- tveggja í senn, stærsta kirkja Spán- ar og þriðja stærsta kirkja veraldar. Siærri en Péturskirkjan í Róm og Pálskirkjan í London. Hún er eins og aðrar kirkjur jtar syðra, dimm, há til lofts og skrautleg. Myrkar verða kirkjurnar að vera, ella myndu kertaljósin, sem fólkið gef- ur fyrir sálu sinni, ekki njóta sín. Þó er annað enn betra við myrkrið í kirkjunum, en Jxið er forsælan og svalinn frá brennandi sólarglóð- inni úti. Ef ég Jjyrfti að vera á Spáni til langframa, myndi ég ger- ast kaþólskur, aðeins til að geta dvalið langdvölum innan kirkju- veggjanna á meðan sólin brennir og steikir allt dautt og lifandi í glóð sinni. Auðvitað á clómkirkjan í Sevilla sína fjársjóði, — sína helgu dóma, En helgastur dómur hennar er ekki annars heims, — ekki trúarlegs eðl- is, eins og flestra annarra kirkna, — heldur veraldlegs eðlis. Það eru bein Kólumbusar landaleitar- manns. Frá Sevilla bjóst Kólum- bus til jceirrar farar, sem frægust hefur orðið alla sjóferða í verald- arsögunni. Það var í jieirri för, sent hann fann Ameríku eftir að ís- lendingar höfðu týnt henni. Með landafundi sínum vann Kólumbus sér ekki aðeins ódauð- lega frægð í veraldarsögunni, held- ur færði hann og Jtjc'tð sintii gull- kvörn, — efnahagslega gullöld. Hún varð Spánverjum þó fremur til falls en giftu, ])egar fram í sótti. Gtdlið flæddi ylir landið, vinnan og brauðstritið var ójtarft. Menn gátu leikið sér í vellystingum. Og ennj)á meira gull lá óhreyft í nýja heiminum, — Ameríku. Þangað streymdu Spánverjar. Einn góðan veðurdag vöknuðu menn af vond- um draumi. Innri verðmæti höfðu setið á hakanum, — menningarleg- ar framfarir í rúst, — atvinnulífið ;ið meira eða minna leyti í molum- Dansinn kringum gullkálfinn varð cigæfa Spánar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.