Eimreiðin - 01.09.1965, Side 19
EIMREIÐIN
215
en ég hefði spurt pabba, hvort
hann þyrfti mín með heima í hjá-
leigunni. Ég gat ekki látið uppi, að
það væri eigi undir pabba komið,
heldur Ingu, hvort ég vistaði mig
hjá ekkjunni áfram.“
Allt í einu fær hann löngun til
að láta fögnuð sinn ótæpt í ljós,
að hoppa hátt í loft upp, að steypa
sér kollhnís. Það er sem fargi hafi
verið létt af honum. Honum finnst
hann blátt áfram verða fleygur.
>,Það er vegna samfundanna við
Ingu,“ hugsar hann. „í vetur sem
leið, hryllti mig því nær við að
hitta hana fyrir. Þá hugsaði ég sem
svo, að væri ég ekki hálft um hálft
heitbundinn Ingu, — já, heitbund-
inn vorum við að vísu ekki bók-
staflega, en meðan ég var kyrr
heima, var ekki nema sjálfsagt, að
við ættumst, — þá hefði ég færi á
að fá betra kvonfang. En nú er mér
þetta ekki framar keppikefli. Ef
Inga vill eiga mig, þá læt ég mér
iynda að vera hjáleigubóndi á
herrasetrinu alla ævi.“
Hann litaðist um. Gremjulegt er,
a® runnar og tré skuli ekki vera
laufguð. Betur, að fundist hefði
staður í öllum kirkjugarðinum,
þar sem þau gætu leynzt að kalla.
Hann ætlar sér ekki að halda uppi
hrókaræðum, þeg ar hann biðlar
hl Ingu. Hann hugsar sér að taka
aðeins í hönd liennar, draga hana
að sér og kyssa hana. Það ætti að
'era harla auðvelt, ef hann ein-
l,ngis fyndi hentugan stað.
„Bak við þennan stóra legstein
* H ég taka rögg á mig,“ hugsar
lann og er einbeittur. „Ég verð að
Selma Lagerlöf
hafa látið til skarar skríða, áður en
ég hitti húsmóður mína aftur. Hafi
ég enga frambærilega ástæðu, lætur
hún ekki við gangast, að ég hafi
vistaskipti; og ráði ég mig hjá
henni næsta ár, er óvíst, hvernig
fer. Nei, ég verð að geta sagt henni,
að ég hafi heitið Ingu eiginorði og
muni kvænast henni að hausti."
Þau eru komin bak við bauta-
steininn stóra, og þar nema þau
skyndilega staðar. Enn skimar hann
um. Aldrei hefði hann getað trú-
að, að hér væri annað eins ber-
svæði. Þau sjást frá svæðinu um-
hverfis kirkjuna, frá veginum, alls
staðar að.
Honum er ekki heldur unnt að