Eimreiðin - 01.09.1965, Side 51
EIMREIÐIN
247
algengast að hrekja dýrin út í fljót og tjarnir og stinga þau þar
tueð löngum skutlum. Einnig þekktist að þau væru skotin með
örvum.
Lax og silungur var veiddur í steingildrur í ám og lækjum, eða
stunginn með þar til gerðum skutlum. Sums staðar við Grænland
yar loðnuveiðin mikilvæg á vormánuðum. Gekk þá loðnan upp
1 landsteina og var ausið upp á klappirnar, þar sem hún var látin
þorna og síðan geymd til vetrarins. Heilagfiski og þorskur var
veiddur á beinöngla.
Þegar firði og voga leggur að vetrinum gerir selurinn sér öndunar-
°P í ísinn, og kemur að þeim á nokkurra mínútna fresti til þess
að anda. Þá bíða veiðimennirnir við opin, og er selurinn kemur,
stinga þeir hann með skutli. Þessi veiðiaðferð krefst mikillar þolin-
m®ði, því hver selur hefur mörg öndunarop, og geta liðið margar
klukkustundir þar til hann kemur að opi því, sem beðið er við.
Þegar vorar og ís fer að gliðna í sundur, flatmaga selirnir á sínum,
°o eru þá rotaðir.
Enn eru ótaldar fuglaveiðarnar, sem talsvert voru stundaðar á
Norður-Grænlandi, og bjarndýraveiðar, sem þóttu skemmtilegastar
°g karlmannlegastar. Þegar hvítabjörn sást á ferli, var öllum hund-
Ufn sleppt lausum. Björninn snerist til varnar gegn hundunum,
°g var þá auðvelt að leggja hann spjóti.
Eins og áður er sagt lifði þetta fólk á stöðugu ferðalagi. Meðal
Eskimóa á meginlandi Ameríku var hundasleðinn mikilvægasta
samgöngutækið á landi. Á Grænlandi var hundasleðinn ómissandi
1 noruðrhluta landsins, en sunnan til hafði hann litla þýðingu.
Margt hefur verið ritað um siðferði Eskimóa og flest í niðrandi
ton- Sannleikurinn er sá, að Eskimóar eru varla veikari á siðferðis-
svellinu en aðrir. Það þótti enginn ljóður á ráði karla og kvenna
að hafa kynmök fyrir hjónabandið. Þess ber þó að geta, að stúlkur
giftust yfirleitt mjög ungar, eða strax og þær komust á kynþroska-
‘ddur. Karlmenn tóku sér konu þegar þeir gátu séð fyrir henni.
OL varð stutt í slíkum unglingahjónaböndum og var þá auðvelt
skilja. Var algengt, að fólk þyrfti að ganga í gegnum tvö eða
þrjd hjónabönd áður en hinn rétti maki kom í leitirnar. Öllum
^er saman um, að hjónabönd eldra fólks hafi einkennzt af ástúð
°g gagnkvæmri virðingu. Það þótti eðlilegt að fólk giftist, og maður
e®a Eona, sem ekki gerðu það, þóttu í meira lagi undarleg.
Konuskipti Eskimóa hafa orkað sterkt á hugmyndaflug margra.