Eimreiðin - 01.09.1965, Page 53
EIMREIÐIN
249
ungar stúlkur máttu vara sig á honum, og gátu þær orðið óléttar,
ef tungl skein á þær berar.
Allt um kring og yfir öllu er svo Sila, þetta dularfulla megin,
sem virðist vera í tengslum við veðráttu og andrúmsloft.
Auk þessara meiri háttar „guðdóma“ Eskimóa, var svo fjöldi anda
°g fyrirbæra, sem mikil trú var á.
Eskimóar hafa sérstöðu meðal frumstæðra manna. Þeir mynduðu
heild, sem náði yfir víðáttumeira svæði en dæmi eru um frá öðrum
Þjóðum, og menning þeirra var sérstök og sjálfri sér lík meðal
allra hópa Eskimóa. Merkilegasta afrek þeirra var að aðlagast svo
hdlkomlega erfiðri náttúru og takast að skapa lífvænlega og auð-
uga menningu þrátt fyrir óblíð kjör.
Helga Þ. Smári:
HAUSTLJOÐ
Ættjörðin er yndisleg,
arka ég þar um farinn veg.
Himininn er heiður og blár,
hafið skínandi og ísinn gljár.
Unga hefur hún alið mig
upp við barminn sinn,
sett undir mig svæfilinn
og sungið mér við kinn.
En þegar ég heyri haglið fjúka
á hrjúfa brjóstið þitt,
mig langar að breiða blæju mjúka
á blessað landið mitt.