Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Side 60

Eimreiðin - 01.09.1965, Side 60
256 EIMREIÐIN upplýst, og stóri hundurinn þeirra sentist niður tröppurnar og stóð og beið hans. Rut hafði fyrir löngu kennt honum að bera skjalatösk- una, og nú tók hann að ýlfra. „Vertu rólegur, Tryggur,“ sagði hann og fékk hundinum skjalatösk- una. Seppi bar hana hreykinn upp tröppurnar, ýtti á hurðina, smaug inn og lagði töskuna á lágan bekk í forsalnum. Þau Rut hlógu bæði. Hlátur hennar var ætíð yndislegur, lágur, hjartanlegur og einlægur. Hann lokaði hurðinni á eftir sér og kenndi hreina, ferska angan hússins. „Guð minn góður, hvað ég er feginn að koma lieim,“ sagði hann. „Ég hef aldrei átt strangari dag. Maríuvendirnir eru yndisleg- ir! Hvaða dásemdar ilmur er‘ þetta?" >.Ég var svo heppin að ná í nautasteik,“ svaraði hún fjörlega. Hún lijálpaði honum úr yfirfrakk- anum og hengdi hann inn í fata- skápinn. „Kvöldverðurinn er til- húinn, þegar þér sýnist, elskan," sagði hún lilýlega. Hann gekk upp stigann og fann, hvernig slaknaði á sérliverri taug og vöðva líkamans. Allt, sem ég fæ áorkað, er henni að þakka, hugsaði hann. Hann leit á klukkuna, fékk sér bað, fór í inni- slopp og gekk því næst niður á néðri hæðina innilega vel á sig kominn. Hann treysti henni, og hann vissi, að svo mundi hann ætíð geta gert. Hvað þá, ef hann liefði verið eiginmaður þessarar fögru konu — þessi eiginmaður, sem hún óttaðist, af því að annar maður var ástfanginn af henni! Allra snöggvast vorkenndi hann kon- unni. Rut gæti aldrei elskað ann- an mann. Hann brosti með sjálfum sér, þegar hann gekk inn í dagstofuna á inniskóm, svo að skóhljóðs gætti ekki á þykkri, dúnmjúkri gólfá- breiðunni. Þá varð honum litið á andlit eiginkonu sinnar í speglin- um gegnt dyrunum, og brosið dó á vörum hans. Hún stóð frammi fyrir speglinum og starði á sjálfa sig með skelfingu og óbeit, eins og hún væri að horfa á framandi veru. „Rut!“ hrópaði hann hvössum rómi. Hann sá andlit hennar breytast, það var aftur sama rólega andlitið eins og það hafði alltaf verið í aug- um lrans. Hún brosti. En hann gat ekki sætt sig við það, sem hann hafði orðið sjónarvottur að. Hann stóð og horfði á hana með alvöru- svip. „Jæja,“ sagði hann. „Um hvað varstu svo að hugsa?“ Þau höfðu ætíð verið hreinskil- in hvort gagnvart öðru, og hún var einnig hreinskilin nú. „Ég var bara að hugsa um, hvað ég væri ljót,“ sagði hún. Hún sagði þetta hressilega, stakk hendinni undir arm hans og leiddi hann inn í borðstofuna. „Það er svo sem ekk- ert nýtt,“ bætti hún við, um leið og þau settust til borðs. Borðið var smekklega búið, eins og ætíð. Þjónustustúlkan bar fram súpuna í stað framreiðslumanns, sem þau höfðu haft, unz hann varð að fara í stríðið. Bjarminn frá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.