Eimreiðin - 01.09.1965, Page 67
EIMREIÐIN
263
f*ar Bakkus gekk um beina og brosti að öllu þá,
er stórskáld fóru að stikla og stökur flugust á.
En dulin undiralda var einnig hér við Bauk
duttu sumir dmkknir og „dóu“ áður skemmtun lauk.
Og konu heima í húmi er hugsað til síns manns,
sem hún eitt sinn unni, og ónýt loforð hans.
Því fleiri brjóta bát sinn á Bauki en á sjó
og Böku verri er Bakkus með betur falda kló.
Hann gengur upp með ánni og áin breytti um róm.
og foss, sem skáldskap skildi nú skipti um brag og hljóm.
En þenna fræga formann, sem farinn veg hér tróð
ég þekkti ennþá aðeins á orðasporaslóð.
Ég hafði síðast heyrt það, hann heima drykki fast
°g hefði ofurölvi eitt æðisdrykkju kast.
En orðspor lýgur oftast með allra manna róm,
oteð helgislepju og hræsni og háan Stóradóm.
Hann víkur út af vegi og veldur það mér beyg,
mér stóð af honum stuggur með stóra dómsins geig.
Hann blár er mjög og bólginn og býður goðan dag,
því fylgdi einhver uggur sem eftir sólarlag.
Hann gengur hægt og hljóður og horfir verk mitt á.
Um fegurð vors og vona hans varir góðu spá.
f*á var ég ennþá ungur, á orðum heldur spar.
Og einnig hann var orðfár og aldurhniginn var.
í rómi hans var ræma úr roki norðanlands
°g einhver bón um blessun úr bænum syndugs manns.