Eimreiðin - 01.09.1965, Page 78
L"
Það mun hafa verið 1 síðasta
leikhússpjalli mínu, sem ég gat þess
að leiklistin hefði tekið mikinn
fjörsprett að undanförnu; meira
leikið en nokkru sinni fyrr og yfir-
leitt betur. Bæði Þjóðleikhúsið og
Leikfélagið halda þessum fjör-
spretti enn, þó að ekki verði sagt
að stöðugt sé farið á kostum. Gæt-
ir þó skemmtilegra tilþrifa hjá báð-
um öðruhverju og þá fyrirgefst
lullið og brokkið. Að mínum dómi
hefur Leikfélaginu tekizt betur val
erlendra leikrita að undanförnu en
Þjóðleikhúsinu. Mér finnst að þeir
í Þjóðleikhúsinu leiti um of til
fanga vestur um haf; þó að banda-
rískir leikritahöfundar kunni óneit-
anlega vel til verks og hafi gagn-
gera þekkingu á allri sviðstækni,
gerast þeir nú leiðinlega hver öðr-
um líkir, jafnt í vali viðfangsefna
og meðferð þeirra. Má vel vera að
einhverjum þyki ég taka helzt til
djúpt í árinni, þegar ég tel að
flest nýrri verk þeirra séu lítið
annað en uppsuða úr snilldarverk-
um Eugen O’Neil í potti Strind-
bergs, útþynnt með nýtízku, banda-
rískri sálkönnunarvæmni. Lætur að
líkum að það geti aldrei orðið
bragðmikil súpa eða saðsöm, og
breytir þar lítið um þó að laumað
sé lánsnöglum frá Ibsen gamla í
gutlið. Þeir í Leikfélaginu leita
skemmra til fanga — sé annars unnt
að tala um langt og skammt á þess-
ari öld þotuflugs og geimferða —
og verður að minnsta kosti eins vel
til og betur. Einhverra hluta vegna
eiga evrópskir leikritahöfundar,
þeir sem nú bera hæst, betur við
mann en þeir, sem kallast jafnokar
þeirra vestan hafs. Eins og er.
Nóg um það. Frá því er ég reit
þetta síðasta leikhússpjall mitt, hef-
ur það gerst merkilegast á sviði
Þjóðleikhússins, að Jrar var fluttur
nýr söngvaleikur eftir íslenzka höf-
unda, „Járnhausinn“, eftir
bræður, Jónas og Jón Múla Arna-
syni. Þetta er bráðskemmtilegur
söngvaleikur, Jrrunginn græzku-
lausu gamni og hlýrri kýmni, sem
við eigum yfirleitt svo lítið af og
kunnum helzt ekki að meta. Þeir
bræður sækja efnið í sjávarþorp úti
á landi; leikurinn gerist allur a
einu og sama síldarplani undir
veggjum kirkjunnar og félagsheun-
ilisins. Og aðalpersónurnar eru i
stíl við það — nýríkur útgerðar-