Eimreiðin - 01.09.1965, Síða 83
EIMREIÐIN
279
S1fe- 1‘arna var margt stórvel gert af
hálfu leikenda, en þó bar frammi-
staða Gísla Halldórssonar af, og er
það mitt álit að hann hafi fátt bet-
ur gert. Þvínæst kom leikrit Friede-
rich Diirrenmatt, „Sú gamla kemur
1 heimsókn“. Afburða snjallt leik-
sviðsverk, sem höfundur kallar
»,sorglegan gleðileik“. Þetta er
nrannmargt leikrit, og mátti svo
heita að allir þeir leikendur, sem
félagið hefur á að skipa, eldri sem
yngri, kæmu þar fram á sviði. Það
var óneitanlega ánægjulegt fyrir
leikhúsgesti, að tveir leikarar, sem
báðir hafa getið sér mikinn orðstír
á sviði en verið þar sjaldséðir að
nndanförnu, höfðu aðalhlutverkin
á hendi; frú llegína Þórðardóttir
hlutverk Claire, þeirrar „gömlu“
°g Gestur Pálsson hlutverk Ills.
Tókst báðum vel, eins og vænta
niátti — og hafa ekki sýnt öllu til-
þrifameiri leik áður, og er þá mik-
Jð sagt. Aðrir hinna reyndu leik-
enda léku og vel, sumir mjög vel,
°g þegar tekið er lillit til þess
hversu margir nýliðar voru þarna
a sýiði, mátti sýningin kallast furðu
heilsteypt og áhrifamikil, þó að
'arla kærnist j:>ar allt til skila eins
ug höfundurinn mun ætlast til. En
hann fer ekki alfaraleiðir, hvorki í
lllgsun né framsetningu, og ekki
ahra að fylgja lionum eftir.
hað hafði kvisast í sumar, að
Leikfélag Reykjavíkur ætlaði að
sýna nýtt leikrit eftir Jökul Jakobs-
s°n í byrjun þessa leikárs. Var
rumsýningarinnar beðið með
nokkurri óþreyju og eftirvæntingu,
þ'í að fyrri leikrit og leikþættir
höfundar, t. d. „Hart í bak“, sem
LR liafði áður sýnt við metaðsókn,
og útvarpsþátturinn „Gullbrúð-
kaup“, sem hlaut mjög góða dóma,
höfðu óneitanlega vakið glæstar
vonir um framhaldið. Að mínum
dómi stóð höfundur að mestu leyti
við þau fyrirheit með þessu nýja
leikriti sínu, „Sjóleiðin til Bag-
dad“, sem frumsýnt var 24. okt-
óber. Það er um mikla framför og
örugga að ræða; mannlýsingarnar
sannari í öllum sínum hversdags-
leik, viðfangsefnið tekið fastari tök-
um. Jökli virðist láta vel að túlka
hversdagslegt fólk og hversdagsleg
örölg, eins og það er kallað. Það
sem einkennir hann fyrst og fremst
er hófsemi í túlkun; hann ætlar
sér af og kemst því lengra en marg-
ur, sem kollhleypur sig á tilraun-
um, sem hann kann ekki tök á.
Leikstjórn Sveins Einarssonar var
mjög í sama stíl, látlaus og sann-
færandi og laus við allt tilgerðar-
pírumpár og útúrdúra.
Og hálfum mánuði síðar gerðist
svo það, að „Gríma“ tók til frum-
flutnings að Tjarnarbæ frumsmíð
ungs höfundar, Magnúsar Jónsson-
ar — „Leikritið um frjálst framtak
Steinars Ólafssonar í veröldinni".
Var þar einnig um að ræða frurn-
raun nýs leikstjóra, Eyvindar Er-
lendssonar, en jsví miður var þarna
um lesflutning en ekki leiksýningu
að ræða, svo að ekki reyndi á leik-
stjórn nema til hálfs. Um sjálft
leikritið er það að segja að mínum
dómi, að það er merkilegast að því
leyti til, að þar fer ekki á milli
mála að höfundurinn er gæddur