Eimreiðin - 01.09.1965, Page 84
/ mm
t m&Ml, j
Sviðsmynd úr „Sjóferðin til Bagdad", eftir Jökul Jakobsson.
meiri hæfileikum til leikritunar en
flestir, sem frumraun hafa háð í
þeirri grein að undanförnu. Hann
er gæddur ríkri kímnigáfu og er
skarpskyggn á samtíð sína, getur
samið lifandi og smellin samtöl
og þekkir vel til leiksviðsins. Hann
á tilþrif, sem vekja miklar vonir,
en í þessu frumverki hans komu
þau fyrst og fremst fram í snörp-
um sprettum. Eflaust hefði það
notið sín betur í venjulegri sviðs-
meðferð þroskaðra leikara, en
þarna voru nær eingöngu ungir
byrjendur að verki.
Þegar þetta er ritað, er vetrarver-
tíð leikhúsanna rétt að hefjast.
Hvort þar verður farið að dæmi
síldarflotans og einkum sótt á djúp-
mið, skal ósagt látið. „Járnhaus-
inn“ og „Ævintýrið“ sanna, að það
getur líka verið skemmtilegt að
halda sig á grunnmiðum endrum
og eins. En Jjau verða leiðigjörn til
lengdar. Og þó að hættara sé við
áföllum að sama skapi og lengra er
róið, er Jtar von um Jrann afla, sem
Jiyngstur verður á metunum — þeg-
ar liann fæst.