Eimreiðin - 01.05.1966, Blaðsíða 40
128
EIMREIÐlN
in innan við 100 krónur, en ég átti
sjálfur bókbandstæki og drýgði
tekjurnar með því að vinna heima
hjá mér á kvöldin og oft fram á
nætur. Mér blöskraði vinnumátinn
í Reykjavík, að hætta vinnu á miðj-
um dögum. I>aö var dálítið ólíkt
því, sent ég vandist í Möðrudal.
Ég hef alltaf þurft fremur lítinn
sveln og það hefur oft komið sér
vel.“
— Varstu ekki byrjaður að safna
bókum, þegar þú fluttist til Reykja-
víkur?
„Nei, ekki að heitið gæti. I>að
var enginn kraftur í mér við það
fyrr en efiir brunann á Hofi. I>að
var eins og þetta vekti mig. Ég
hafði aldrei gefið mér tíma til að
fara austur og ganga frá skiptun-
um og við það sat, þegar allt
brann. I>á fór ég að lnigsa ráð mitt.
Þarna hafði horfið sitthvað, sem ég
vissi að yrði örðugt að bæta, og
því örðugra sem lengra liði, og bú-
ið var með það að ég fengi bóka-
safn upp í hendurnar, svo að segja
fyrirhafnarlaust. Ég fór því að hug-
leiða með hverjum lrætti ég gæti
komið mér upp bókasafni. Fjárhag-
urinn leyfði ekki mikil bókakaup,
eins og þá var ástatt. En þá datt
mér í httg að láta það boð út
ganga, að ég tæki bækur sem
greiðslu upp í bókband. Ég tók
bækur af mönnum, sent áttu mikið,
og létu mig kannski binda inn
ungann úr safni sínu, en vildu svo
losna við afganginn. Þá tók ég
þetta upp í bandið. Þannig safnað-
ist mér mikið al bókum strax fyrstu
tvö árin, og þá fór það að spyrjast
meðal bókasafnara og annarra
bókamanna að égætti í fórum mín-
um ýmislegt, sem safnarar voru
kannski búnir að glírna við í mörg
ár að ná inn í söfn sín. Og þá fór
ég að selja bók og bók, sem ég
átti í íleiru en einu eintaki, en
alltaf bættist við þetta og voru
orðnir geysi staflar hjá mér. Síðar
fór ég svo að kaupa, bæði bóka-
söfn úr dánarbúum og eitt og ann-
að, sent var boðið fram. — Þegar ég
hóf bókasöfnunina var ég auðvit-
að fákunnandi í þessu, því að bóka-
söfnun er raunar heil vísindagrein,
og lærist ekki nema á löngum
tíma.“
— Og svo hófstu líka blaða- og
tímaritasöfnun?
Já, þetta leiddi hvað af öðru.
Söfnunin varð sífellt víðtækari. Ég
hafði allt mitt vit um bókasöfnun
úr lioga Ólafssyni yfirkennara og
Hafliða Helgasyni prentsmiðju-
stjóra, en þegar ég sagði þeim fr:l
því að ni'i væri ég líka farinn að
safna blöðunum, þá vöruðu þeir
mig við því að hætta mér út á þann
hála ís, það myndi gera mig rugl'
aðan að fara út í blaðasöfnun. Og
ég efast ekki um, að þeir hafi vilj'
að ráða mér heilt í þessu efni. En
ég hlýddi ekki og nú tóku að hrug-
ast upp hjá mér blöð og tímarit >
tonnatali, og ég var um tíma með
þetta á sjö geymslustöðum víðsveg-