Eimreiðin - 01.05.1966, Blaðsíða 79
MINNINGAK UM HELGA HJÖllVAR
vísi og listfengi, er aldrei brást.
Um erindaflutning hans í útvarp
°g upplestur á úrvals skáldverkum
voru allir landsmenn sammála.
Veit ég að enn er mörgum þetta
ógleymanlegt. En þar tel ég að
liæst hali borið lestur hans á skáld-
sögunum Katrinu, Gróðri jarðar,
Kristinu Lavranzdóttur og Bör
Börnsson. En sagan um Bör Börs-
son hefði vart notið sín í útvarpi,
upplesarinn hefði ekki lesið
bana svo l'rábærlega vel, og með
þeirri tjáningargleði, lífsfjöri og
málhreim, sem gaf sögunni gildi.
byrir þetta afrek mun Helga Hjörv-
ar lengi minnst.
Allir, sem eitthvað kynntust
Helga Hjörvar persónulega, fundu
það, að hann var fjölgáfaður og
serstæður persónuleiki. Hann unni
Jegurð í máli, litum og landslagi,
en málfegurð og stílsnilld íslenzkr-
ar tungu var honum þó hugstæð-
Ust. Hann hafði óblandna gleði af
ierðalögum um fögur og sögurík
héruð, en Snæfellsnesinu unni
bann þó mest.
Eg mun hér að lokum drepa á
uokkrar persónulegar minningar,
sem ég á um Helga Hjörvar, bæði
frá ferðalögum og eins af okkar
fyrstu kynnum.
Það var á lognkyrru, hlýju vor-
bvökli, þegar ég var 13 ára gam-
all, að góðan gest bar að garði.
Þetta var ungur, knálegur maður,
sem kom gangandi frá skólavist á
Hvítárbakka og var á leið heim til
167
sín vestur í Miklaholtshrepp, þar
sem laðir hans var þá búsettur.
Dagur var að kvöldi kominn og var
þessum unga manni vel fagnað og
boðin gisting. Þótt gesturinn hefði
haft langa dagleið, og farið alla þá
leið fótgangandi um vorlangan
daginn, sáust engin jjreytumörk á
honum. Allt heimilisfólkið safnað-
ist saman inni í baðstofunni og
hófust nú viðræður við gestinn.
Það Jjótti ekki háttprýði á þeim
árum, að unglingar á aldur við
mig tækju mikinn þátt í viðræðum
við ókunnuga gesti, og ekki datt
mér í hug, að brjóta það lögmál
háttprýðinnar. Ég tók því lítinti
þátt í þessum viðræðum um kvöld-
ið, en hlustaði því betur.
Ég var nýlega orðinn 13 ára, er
Jtetta gerðist, en gesturinn var
fimm árum eldri, eða 18 ára, fjöl-
fróður, snargáfaður skólagenginn
piltur. Ég Itafði aldrei neitt í skóla
verið fyrir fermingu, en ég hafði
lesið íslendingasögur, Njólu Björns
Gunnlaugssonar, blaðað í nokkr-
um ljóðabókum og lesið vikublöð-
in, sem út komu, og Jtar á meðal
Lögberg og Heimskringlu. Ég hafði
því lítið til brunns að bera, saman-
borið við Jtennan gáfaða, skóla-
gengna pilt. Ég leit því mjög upp
til hans.
Allir, sem kynntust Helga Hjörv-
ar þekkja það, að skemmtilegri
mann í viðræðum var varla hægt
að hitta. Tilsvörin fáguð og hnit-
miðuð og hittu í mark, eins og