Eimreiðin - 01.05.1966, Blaðsíða 13
MENNING sveitanna
101
Urn hljómfegurðar hennar en margur langskólagenginn maður okk-
ar tíma hefur af að státa. Og vissulega þjálfaði þessi þjóðskóli rök-
Vlsi. getspeki og hugkvæmni hjá hinum svokallaða sauðsvarta al-
tttóga. Hinn sá brunnur örvunar og endurnæringar, sem þessi
■nenning átti sér, var sú munnlega frásagnarlist, sem við sjáum af
'ornum sögum, að iðkuð var liér á landi þegar á söguöld, ekki að-
eins á heimilum, heldur og á mannfundum og þá ekki sízt á sjálfu
Alþingi. Fornsögurnar voru lesnar í heyranda hljóði á hverju því
heimili, sem til þeirra náði, en annars staðar sagðar af þeim, sem
höfðu lesið þær eða heyrt þær lesnar eða sagðar. Og svo sem heim-
ilisfólkið fræddi og fræddist um mynd- og málgátur kenninga og
heita og um lögmál rímsins og háttanna, rökræddi það einnig or-
saka- og afleiðingasamhengi sagnanna og gerð og framkomu sögu
persónanna, Iivort sem þær voru innlendar eða erlendar, mat eðli
þeirra og breytni, harmaði örlög þeirra eða gladdist yfir þeim.
híenn dæmdu hart fals og róg og bleyðimennsku og hentu gaman að
heimsku, en dáðu einurð, drengskap, hugrekki og vitsmuni, og mörg
sógupersóna varð mönnum beinlínis fyrirmynd, sem stækkaði þá
°g styrkti, stóð svo að segja við hlið þeim, þegar að steðjuðu hættur,
hörmungar og harmar. Og sannarlega eru það aumkunarverðir fá-
t'áðar, sem leggja að jöfnu lestur íslenzkra fornsagna og þá furðu-
legu og ærið seyrðu lífsfyllingu að njóta þeirra mitímasagna, kvik-
tnynda eða sjónvarpsþátta, þar sem glæpurinn og villimennskan
' uðast gerð að heiltæku meginatriði í lífi einstaklinga og þjóða . . .
hfið snauða og umkomulausa fólk íslenzkra nauðalda átti að sjálf-
sógðu sína drauma og sínar þrár, og ímyndunaraflið hóf sig til
ilugs úr öskustó og hlaðvarpa, stutt arfgengri frásagnarlist, en bund-
tð ærið takmarkaðri þekkingu á umheiminum og lögmálum náttúr-
unnar, og til urðu ævintýri og sögur, mótaðar af unaði, dul og
hrikaleik íslenzkrar náttúru, íslenzkum aðstæðum og þeim oft ærið
serlegu og þó sjaldan skoplegu hugmyndum, sem fólkið hafði gert
ser eða fengið á einn eða annan hátt um framandi lönd og þjóðir
°g þá duldu heima og þau máttarvöld, sem fæstir drógu í efa, að
væru staðreynd.
Hjá ýmsum, sem voru ekki aðeins læsir, heldur einnig skrifandi,
gáæddi ástin á kveðskap og sögum ástríðukennda áráttu til að færa
1 letur kvæði og kvæðaflokka, visur og þulur, sem þeir höfðu lært
eða vissu einhvern kunna, einnig sögur og sagnir, gátur, húsráð
°g raunar hvers konar fróðleik og skemmtiefni, furður og hindur-