Eimreiðin - 01.05.1966, Blaðsíða 34
122
eimreiðin
Hann drakk dálítinn teig, og það
nmlaði í honum, hann smjattaði og
svo strauk hann með hendinni yfir
munninn. Það var svo dásamlegt að
sjá hann ánægðan. Hún gat ekki
gert sér rellu út af því þótt hann
kærði sig ekkert um að tala við
hana fyrst hún fékk þó leyfi til að
vera honum dálítið góð, að svo
miklu leyti sem hún gat verið það;
hjálpa honum svolílið, gefa honum
ölið og vindil . . . Hún hafði að-
eins haft tækifæri til þess að vera
tveimur mönnum góð um dagana,
auk Iians; en hún hafði aldrei eign-
ast börn. Og í þetta skipti, hugs-
aði hún þakklát, var það áreiðan-
lega í síðasta sinn. Og hún hafði
verið dálítið óheppin með þessa
menn, sem hún liafði látið sér
annt um: hvorugur þeirra hafði
verið ræðinn, eins og hún hafði þó
sjálf gaman af því að Lala . .. Og
h'ann var ekki lieldur málgefinn,
þessi. En hver gat líka búizt við
því, að allar óskir manns rættust
í þessu lífi?
Þegar hún var loksins búin að
koma sér út úr herberginu drakk
hann ölið, hægt og naut þess.
Og naut þess að vera einsamall.
Þessi ölsopi var ánægja hans. Og
þetta var líka gjöf frá konu, sem
þráði að vera honum góð, auð-
mjúk og undirgefin — þannig átti
það líka að vera. Annað og meira
gat þetta heldur ekki orðið; til
þess var hann orðinn of gamall
— eða hún.
Ennþá einu sinni var lífið eins
og í fyrri daga — næstum því "
Hann naut ástríkis konu. En hann
vissi það vel, og varð argur, að
þetta var í síðasta sinn.
Ingólfur Kristjánsson
islenzkaði.