Eimreiðin - 01.05.1966, Blaðsíða 38
126
EIMREIÐIN
til 12 ára alclurs. Þá vilcli föður
mínum það til slyss á rniðjum
slætti um sumarið að hann skar sig
á Ijá í lméð og lá rúmfastur það
sem eftir var sumars. Varð því
lítið um heyföng fyrir bústofninn
og á þorra veturinn eftir voru liey-
in þrotin. Þá afréð faðir rninn að
bregða búi, og var mér komið fyr-
ir uppi í Möðrudal hjá Stefáni
bónda Einarssyni og konu hans,
Arnfríði Sigurðardóttur. í Möðru-
dal var ég svo næstu fimnr árin, en
fór á unglingaskóla á Seyðisfirði
veturinn 1913. Síðan var ég einn
vetur á gagnfræðaskólanum á Ak-
ureyri, en skorti fé til frekara nánrs
og fór þá aftur upp í Möðrudal og
var þar árið 1916. I Möðrudal var
stærsta bú á Auslurlandi um þess-
ar mundir. Þar voru að jafnaði 850
ær og sauðir, yfir 40 hross og nokkr-
ir nautgripir. Á vetrurn var fá-
menni á bænum og frernur ein-
manalegt, en að sumrinu var þar
tíðum yfir tuttugu manns, þar á
meðal margt ungt og glaðvært
kaupafólk. Þarna voru nokkrir
skólapiltar sumar eftir sumar. Einn
þeirra var Ásgeir Ásgeirsson núver-
andi forseti íslands, og vorurn við
þrjú sumur samtíða í Möðrudal, og
hefur haldist með okkur vinátta
síðan. Annan góðvin eignaðist ég
í Möðrudal, en það er Bjarni Elall-
dórsson skrifstofustjóri á Akureyri,
og marga fleiri mætti nefna, sem
ég kynntist þar. Fyrstu árin mín
í Möðrudal, var það starfi minn á
sumrin að sitja yfir ánum, en þar
var jafnan fært frá 200—250 ám.
Fráfæurnar fóru fram með þeim
hætti á vorin, að ærnar voru rekn-
ar með lömbunum inn unchr
Herðubreið í svokallaða Lóna-
botna. Þar var réttað og ærnar
skildar frá lömbunum og reknar
aftur heim, en lömbin skilin eftir
í réttinni. Var ég látinn vera eftn'
hjá þeim og líta eftir þeim fyrstu
þrjá sólarhringana, en jregar henn
kom tók ég til við gæzlu kvíánna.
Var oft lítið um svefn. En það var
ávallt gott viðurværi í Möðrudal
og matur aldrei skorinn við nögk
Ég tel mig liafa ldotið þar heil-
brigt og gott uppeldi, og ég á það-
an margar góðar endurminningar.
— Hvert lá svo leiðin frá Möðru-
dal?
Ég fór þaðan að Syðri-Vík 1
Vopnafirði, en þar bjó þá nróðui-
bróðir minn, Karl Sigvaldason, og
var ég hjá honum til 1918 er eg
réðst til séra Einars Jónssonar a
Hofi. Þar var ég síðan í 12 ár og
þar kynntist ég konu rninni, Ing1"
gerði Einarsdóttur. Bræður hennar
voru tveir, Vigfús Einarsson, sem
lengi var skrifstofustjóri í Stjórn-
arráðinu, en er nú látinn fyrir all-
mörgum árum, og séra Jakob Em-
arsson fyrrum prestur og prófastm
að Hofi. Á Hofi byrjaði ég fyrst að
binda inn bækur. Ég var um tíma
hjá Gunnlaugi Sigvaldasyni bok-
bindara og bóksala á Vopnafirði og
fékk tilsögn hjá honum í bókbandi-