Eimreiðin - 01.05.1966, Blaðsíða 98
186
EIMREIÐIN
anna. Og kvæðin seni heild vitna um
persónuleika manns, sem á ríkt til-
finningalíf, ann fegurð og gróanda
og ber í brjósti ærinn lífsþorsta, en
liefur öðlazt yfirsýn, sem gerir hann
dómbæran á takmörk þess, hvað hon-
um getur veizt sem ábyrgum manni
og unnanda jákvæðra afla tilverunnar.
A vissan hátt er kornið tregabundið
klukknahljóð í söng hans, en þó finn-
ur hann, að enn er tími til að njóta,
ef lífs verður auðið enn um nokkurt
skeið, þótt nautnin verði önnur, en
hugur og hjarta girnist, meðan æskan
ólgaði í blóði. Og bezt gæti ég trúað
því, eftir að hafa lesið þessi ljóð Braga
Sigurjónssonar, að enn ætti hann sín
beztu ljóð óort.
Þorgeir Sveinbjarnarson: VÍSUR UM
DRAUMINN. Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs. Reykjavík 1965.
Löngum hefur mönnum orðið tíð-
rætt um hið rnikla framlag Þingeyinga
til íslenzkra bókmennta frá Jjví fyrir
aldamótin síðustu, — en ekki hef ég
séð menn minnast á, hver orðinn er
hlutur Borgfirðinga á þessum vett-
vangi síðustu áratugi. Úr Stafholts-
lungunum komu þeir Sigurður frá
Arnarholti, Halldór Helgason og
Snorri Hjartarson, úr Hvítársíðunni
Stcfán Jónsson og Guðmundur Böðv-
arsson, úr Hálsasveit fræðimaðurinn
og sagnaþulurinn Kristleifur Þorsteins-
son, úr Reykholtsdalnum Jón prófessor
Helgason, úr Lundarreykjadal Magnús
Ásgeirsson og Kristmann Guðmunds-
son, úr Bæjarsveitinni Björn Blöndal,
úr Andakílnum Jón Magnússon, úr
Strandahreppi Halldóra B. Björnsson,
Sveinbjörn Beinteinsson og Jón Helga-
son — með sína sérstæðu sagnaþætti
— og loks úr Skorradalnum Þorgeir
Sveinbjarnarson. Ef til vill gleynii ég
einhverjum, sem vert væri að nefna,
en þetta er Jjó ærið myndarlegur hóp-
ur.
Þeir ljóðvinir, sem ekki eru annað-
livort með afbrigðum fastheldnir a
óbreytta ljóðstafasetningu eða ærðir
fylgjendur algerrar rímleysu, munu
yfirleitt hafa kunnað að meta Vísur
Bergþóru, eftir Þorgeir Sveinbjarnai-
son, og beðið með eftirvæntingu nýrt
ar ljóðabókar frá hans hendi. Biðiu
varð löng, hvorki rneira né minna cn
ellefu ár, en hin nýja bók Þorgehs
heitir Vísur um drauminn.
Þorgeir virtist [>egar í fyrri bok sinm
allfastmótað skáld, og í rauninni sýnn
þessi bók hann ekki í nýju ljósi. Ln
samt sent áður er síður en svo, ‘
lcsandinn verði fyrir vonbrigðum-
Þarna kynnumst við altur hinu Sl1
kennilega rími, sent við minnumst u
Vísum Bergþóru, en skáldið hefur na<
á Jjví liprari og samræmdari tökuffl-
Mál hans er fagurt og oft beinlínis tig
ið, líkingar lians snjallar og stunduffl