Eimreiðin - 01.05.1966, Blaðsíða 59
ÓÐVR BERNSKVNNAR OG ÓDAVÐLEIKANS
147
5
Vor fœðing hún er svefn og gleymska. Sálin
sem með oss rís, vort leiðarljós um heim,
sín átti eyktamálin
á óraleið um geim.
En ekki er gleymskan algjör þó
né andans nekt, þvi Guð oss bjó
að heiman, svo að dýrð hans birtu ber
oss börnunum hans hér:
Himins nálœgð birtist oss i bernskunni.
Þó fangahússins skuggar byrji bráut.
að byrgja drengnum sýn,
hann ber i huga geislans gleðimátt,
sem gegnum myrkrið skin.
Og þó að œskan stöðugt færist, fjær
því fagra skini, er dagsbrun Ijær,
er það sá bjarmi, er bendir
og birtu henni sendir.
En siðar meir, sú mannsins reynsla er,
það máist út i birtu dagsins hér.
6
Jarðneskri gleði fyllir fangið sitt
fósturjörð vor með sinar eigioi þrár.
Likt: því sem móðir þerri barnsins brár
ber hún fram löngun þá,
að gera allt, sem gefur megn,
svo gleymi hennar fósturbarn og þegn
þeim bjarma, er lék um lifið hitt
og þeirri konungshöll, sem kom það frá.
7
Sjá lítinn stúf á sinu sjöunda ári,
hve sœll hann er með nýju gullin sín;
hann býr til margt og byggir húsin fín,