Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1966, Blaðsíða 18

Eimreiðin - 01.05.1966, Blaðsíða 18
106 EIMREIÐIN heldur til að hlynna að samfélagslegum þörfum ungs fólks. Svo var þá almenn skólaskylda leidd í lög, en í trausti þess, að sveitaheimil- in dygðu betur til að fræða og uppala ungu kynslóðina, sakir traustra tengsla við forna þjóðlega menningu, urðu þær í þessari löggjöf beinlínis hornreka — og það af fúsum og frjálsum vilja bændastéttarinar, sem bæði taldi sig standa framar öðrum stéttum að menntun og vildi forða sér frá háum útgjöldum til fræðslu. I mörgum sveitum höfðu verið stofnuð lestrarfélög, og þóttu þau auka bóklega menningu. Þá kom og það til, að hugsjónamenn, sem kynnzt höfðu viðbrögðum frændþjóða okkar í Noregi og Dan- mörku, gengust af miklum dugnaði fyrir stofnun ungmennafélaga víðsvegar um landið, og þessi félög höfðu á stefnuskrá sinni sjálf- stæði íslands, verndun tungu og þjóðernis, aukna líkamsmennt og ræktun lýðs og lands. Þessi félög efndu til mál- og skemmtifunda, gáfu út skrifuð blöð og stofnuðu víða bókasöfn. Einnig reyndu þau að gera sem mestan veg íslenzkrar glímu og lögðu stund á sund og fleiri íþróttir, eftir því sem aðstaða og þekking leyfði, hófu skóg- rækt og hvöttu til aukinnar jarðræktar, studdu einnig þær nýjung- ar, í viðskiptamálum, sem forustumennirnir töldu horfa til heilla. En ekki náði þessi hreyfing til allra sveita í landinu, hvað þá alls fjölbýlisins, og ekki varð hún önnur eins lyftistöng þjóðlegrar menningar, reisnar og framtaks í sveitunum yfirleitt og forustu- menn hennar höfðu gert sér vonir um. Sá straumur var of sterkur. „sem stráin ber í fangi út að sjó,“ enda höfðu menn ekki gert sér viðhlítandi grein fyrir, hve sú breyting á búskaparháttum og tækni í framkvæmdum og vinnubrögðum þurfti að vera fljótvirk og gagn- ger um land allt, sem hefði í þann tíð átt að orka því grettistaki — og þá ekki heldur, hve geysifjárfrek sú hreyfing hlaut að reynast. Svo urðu það þá heimsviðburðir, sem réðu ærið miklu um þróun- ina hér á landi — og jafnvel ollu meiri og víðtækari breytingum en annars staðar í heiminum. En þrátt fyrir það, að sakir þeirrar að- stöðu, sem heimsviðburðirnir liafa veitt íslendingum, hefur tekizt betur en „framhleypnustu fluguvonir" þorðu að lofa, að gera bændastétt landsins fært að koma á byltingu í búskaparháttum og' vinnubrögðum — og ennfremur tryggja bændum víðast hvar flest nýtízku þægindi og betri og jafnari afkomu en nokkru sinni áður, er aðstaða einstkalinganna í sveitunum til menningarlegrar hlut- deildar hlutfallslega lakari en hún var hjá flestum bjargálna bænd- um á 19. öld — hvað þá til forustu í menningarlegum efnuin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.