Eimreiðin - 01.05.1966, Blaðsíða 52
140
EIMREIÐIS
kennslumálastjórnarinnar“, eins og komizt var að orði. Var þetta í
fyrsta sinn, sem fé var veitt til mállýzkurannsókna á íslandi.
Tveim árum síðar, eða 1941, eítir að rannsóknir voru hafnar,
kom í Ijós, að frekari fjárveitingar væri þörf, en þáverandi forsæt-
isráðherra, Hermann Jónasson, sem einnig fór með kennslumálin,
hljóp þá undir bagga og veitti aukinn styrk til greiðslu ferðakostn-
aðar við mállýzkurannsóknirnar, og árið 1946 kom svo út fyrsta
bindi dr. Björns um mállýzkur, þar sem saman voru teknar niður-
stöðurnar af rannsóknum hans.
Má segja, að rit þetta hafi ekki verið byggt á sandi, því dr. Björn
og aðstoðarmenn hans rannsökuðu framburð um það bil 10.000
manns, víðs vegar um land, og var framburður hvers hljóðhafa
skráður á sérstakt spjald. Dr. Björn hugsaði sér þetta fyrsta bindi
af tveim eða þrem, en hann var lengst af heilsuveill maður og lézt
fyrir aldur frarn, áður en hann lengi lokið þessu mikla menningar-
starli. Var það stórskaði þessu merka máli, er hann léll frá, þvl
hann hafði sterkan áhuga á samræmingu íslenzks framburðar og
var manna bezt til þess fallinn að stjórna hinum umfangsmiklu og
tímafreku rannsóknum, sem nauðsynlegar eru til undirbúnings
jiess að við eignumst skynsamlegan og fagran fyrirmyndarframburð
á íslenzku.
II.
Skal nú aðeins drepið á Jrað, hvernig dr. Björn Guðfinnsson sneri
sér í framburðarmálunum að loknum mállýzkurannsóknum sin-
um; er hér einungis rúm til að minnast á nokkur meginatriði. Hann
valdi úr átta mállýzkuflokka, en Jieir voru Jiessir:
1) harðmæli — linmæli,
2) rödduð hljóð eða órödduð á undan p, t, k,
3) hv - kv,
4) (jg - j).
5) rn, ri — (r)dn, (r)dl,
6) réttmæli — flámæli,
7) einhljóð eða tvíhljóð á undan ng, nk,
8) einhljóð eða tvíhljóð á undan gi (ji).