Eimreiðin - 01.05.1966, Blaðsíða 58
146
EIMREIÐlN
En hjálpin kom með hjartans birtu á ný
og hryggð í burtu rak:
Ég heyri bergmál gegnum giljaskörð,
i gljúfrum fossar þreyta hljómleik sinn.
Nú skal ei sorgin svipta huga minn
þeim sigurhreimi, er vorið flytur jörð.
Hve jörðin heilsar hýr.
Land og ver
i léttum gáslta skemmta sér.
Á Hörpu er heimur nýr,
og hátið liverri skepnu býr. —
Ó, hljómur hreinn:
I kringum mig þin köllin ómi
káti smalasveinn.
4
Þið dýrin sœl af kæti kallizt á,
þið komið hvert með fögnuð sinn.
Ég sé hann hlœr með ykkur himinninn.
Á hátið ykkar lirífst ég með,
ég hefi dýrðarljómann séð,
og fylling lífsins finn — já, finn hana ykkur hjá.
Og jörðin vorsins skrúði skrýðist.
Til skammar vœri deyfðin min,
er maimorgunn sliin,
og nýútsprungin blómin
sig breiða um sveit,
er börnin tina glöð og heit
hinn sumarbjarta sólskinsdag,
og unga barnið, eins með gleðibrag,
i móðurfangið flýlir sér.
— Þó er einn reitur og eitt tré,
sem eru bceði að láta mér i té
sin boð um það sem burtu horfið sé.
Og fjólan fót minn við
það fœrir lika á svið:
Hvert er hún flúin liugans bjarta sýn?
Hvar er þinn Ijómi, fagra draumsjón min?