Eimreiðin - 01.05.1966, Blaðsíða 90
178
EIMREIfílN
„Það argaði og sargaði sem verst, er gjallkvörn glamrar,
þau geystust fram limi, sem voru eins og hamrar
og hnefa sá ég reiddan, er heilt var Grettislak.
Og kjafturinn á einu var eins og hellismunni,
á öðru húfu-pottlokið var kolahús með grunni,
jwí þriðja glórðu augun sem hálfdautt brandabrak
i skútum upj) með nefinu. — Ég skyggndist þar að
og skelfdist og mér blöskraði hann Óli minn kvað.
„Þau settust kringum gröfina, suðu, steiktu hrájárn,
i súpuefni höfðu þau naglabrot. og smájárn
og rifu i sig j)lóga eins og rjúpulæri menn.
Þau dönsuðu um gröfina. Þar lýsti nú af Ijósum,
sem lékju sér þar hlöður i armlögum með fjósum.
Þann skelfilega hávaða i eyrum hef ég enn.
Og reyndar hef ég komið í margan stóran stað
en stórfenglegra ball leit ég aldrei,“ hann kvað.
„Og rétt sem ég nú gœgðist fram — i hnipri eins og hnykill —
kom heljarljótur tröllkarl —. Ja slikur nasastikill —
og þefaði mig uppi og greip i gamlan búk.
„Lít skakkt, hygg i skjálg! Hér er aðgæzluefnið!
Hér er reyndar mannaket," hrein sá nieð stefnið.
En rétt í jmí kom geisli og roðaði hnjúk.
„Nei, líttu fyrr við sólu. Hún Ijómar um fjöll.“
Þá lögðu þau,“ kvað Óli, „á flótta burt öll.“
„Það öskraði í björgunum, það emjaði í jörðu.
Já, ekki var það fallegt, og slóðin, sem þau gjörðu,
er birtuna þau flúðu og brutust norður skóg
var líkust eins og verksmiðjur velzt hefðu á flótta.
Með voðalegum hamförum, brjáluð hreint af ótta,
þau ruku burt með heljarstökk og hliðarköstin nóg
frá skininu, sem óttasl þau svo enginn skelfist meira,“
kvað Óli, „en þau og ég ef ég lygar þarf að heyra.“
Lauslega snarað.
Sigurður |ónsson frá Bnin.