Eimreiðin - 01.05.1966, Blaðsíða 64
SIGURÐUR JÚL. JÓHANNESSON
og íslenzka hagyrðingafélagið í Winnipeg
Eftirfarandi frásögn uni Sigurð Júlíus Jóhannesson og íslenzka hagyrðinga-
félagið í Winnipeg, skrifaði vestur-íslenzka skáldið góðkunna, Guttormur J. Gutt-
ormsson í 21. og 22. tölublað Lögberg-Heimskringlu á þessu ári. Hefur Eimreiðin
fengið góðfúslegt leyfi höfundarins til þess að birta greinina í heild, og fer hun
hér á eftir:
Sigurður [úlíus Jóhannesson var
nýkominn irá íslandi, setztur að í
Winnipeg og farinn að gefa út
blaðið Dagskrá II, þegar hann
stoinaði Hagyrðingaiélagið. Þetta
skeði 1901. Sigurður var róttækur
ritstjóri blaðsins, en aðalstyrktar-
menn þess voru sósíalistarnir Guð-
mundur Anderson, irægur fiolín-
isti, aibragðs drengur, og Arngrím-
ur Jónsson, bróðir Tómasar H.
Johnson, ráðherra, en þveröfugur
við hann í stjórnmálaskoðunum.
Arngrímur lét engan geisla bera á
sig frá honum. Sigurður, sem kunn-
ugt er, barðist fyrir mannréttind-
um á öllum sviðum, lét mikið ti!
sín taka í ræðu og riti.
Hann mat mikils alla viðleitni
landa sinna sem honum virtist
miða til bóta. Hann var ágætt
skáld sjálfur og virtist hafa sérstak-
ar mætur á unglingum sem feng-
ust við ljóðagerð og höfðu sannað
tilveru sína með því að fá nokkur
kvæði birt eftir sig í Heimskringlu
Guttprmur J. Guttormsson.
(Baldvin L. Baldvinsson var þá 111_
stjóri hennar og einkar gestrisim
sem síðar mun sagt) og í tímaritinu