Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1966, Page 79

Eimreiðin - 01.05.1966, Page 79
MINNINGAK UM HELGA HJÖllVAR vísi og listfengi, er aldrei brást. Um erindaflutning hans í útvarp °g upplestur á úrvals skáldverkum voru allir landsmenn sammála. Veit ég að enn er mörgum þetta ógleymanlegt. En þar tel ég að liæst hali borið lestur hans á skáld- sögunum Katrinu, Gróðri jarðar, Kristinu Lavranzdóttur og Bör Börnsson. En sagan um Bör Börs- son hefði vart notið sín í útvarpi, upplesarinn hefði ekki lesið bana svo l'rábærlega vel, og með þeirri tjáningargleði, lífsfjöri og málhreim, sem gaf sögunni gildi. byrir þetta afrek mun Helga Hjörv- ar lengi minnst. Allir, sem eitthvað kynntust Helga Hjörvar persónulega, fundu það, að hann var fjölgáfaður og serstæður persónuleiki. Hann unni Jegurð í máli, litum og landslagi, en málfegurð og stílsnilld íslenzkr- ar tungu var honum þó hugstæð- Ust. Hann hafði óblandna gleði af ierðalögum um fögur og sögurík héruð, en Snæfellsnesinu unni bann þó mest. Eg mun hér að lokum drepa á uokkrar persónulegar minningar, sem ég á um Helga Hjörvar, bæði frá ferðalögum og eins af okkar fyrstu kynnum. Það var á lognkyrru, hlýju vor- bvökli, þegar ég var 13 ára gam- all, að góðan gest bar að garði. Þetta var ungur, knálegur maður, sem kom gangandi frá skólavist á Hvítárbakka og var á leið heim til 167 sín vestur í Miklaholtshrepp, þar sem laðir hans var þá búsettur. Dagur var að kvöldi kominn og var þessum unga manni vel fagnað og boðin gisting. Þótt gesturinn hefði haft langa dagleið, og farið alla þá leið fótgangandi um vorlangan daginn, sáust engin jjreytumörk á honum. Allt heimilisfólkið safnað- ist saman inni í baðstofunni og hófust nú viðræður við gestinn. Það Jjótti ekki háttprýði á þeim árum, að unglingar á aldur við mig tækju mikinn þátt í viðræðum við ókunnuga gesti, og ekki datt mér í hug, að brjóta það lögmál háttprýðinnar. Ég tók því lítinti þátt í þessum viðræðum um kvöld- ið, en hlustaði því betur. Ég var nýlega orðinn 13 ára, er Jtetta gerðist, en gesturinn var fimm árum eldri, eða 18 ára, fjöl- fróður, snargáfaður skólagenginn piltur. Ég Itafði aldrei neitt í skóla verið fyrir fermingu, en ég hafði lesið íslendingasögur, Njólu Björns Gunnlaugssonar, blaðað í nokkr- um ljóðabókum og lesið vikublöð- in, sem út komu, og Jtar á meðal Lögberg og Heimskringlu. Ég hafði því lítið til brunns að bera, saman- borið við Jtennan gáfaða, skóla- gengna pilt. Ég leit því mjög upp til hans. Allir, sem kynntust Helga Hjörv- ar þekkja það, að skemmtilegri mann í viðræðum var varla hægt að hitta. Tilsvörin fáguð og hnit- miðuð og hittu í mark, eins og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.