Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Page 12

Eimreiðin - 01.05.1969, Page 12
I Grænar hlíðar, en blá fjöll í fjarska. Hægur sunnanandvari leið yf- ir landið og gáraði ofurlítið flöt- inn á stóra stöðuvatninu. Grein- ar trjánna bærðust eins og þær væru að kinka kolli til golunnar og bjóða hana velkomna. Jörðin var orðin algræn og ylur var í lofti. Allt í einu sást einhver hreyf- ing í skógarhlíðinni. Nýtt líf færðist í landslagið. Þarna var maður á ferð. Hann var í sel- skinnsbuxum og selskinnsstakki með sítt hár niður á herðar. Maðurinn gekk inn hlíðina. Skógarþröstur flaug upp úr skóg- arkjarrinu. Hann hafði orðið óttasleginn við komu mannsins. En maður þessi hafði í hendi tágarkörfu með 4 silungum og nokkrum andareggjum. Hann var á bezta aldri, tæplega meðal- maður á hæð en þreklega vax- inn. Svipurinn var einbeittur og bar vott um viljafestu. Hann var vel farinn í andlitinu, þótt varla gæti hann talist fríður. Hvað hræðrist í huga þessa einmana manns? Á hvaða leið var hann? Hann var að leita heimili sínu bjargar og kom frá því að vitja um silunganet, sem lágu í vatn- inu. Nú var hann á leið heim til bæjar. En hugur hans flaug víða þennan fagra vordag. Hann Fyrsti landneminn hugsaði til æsku sinnar úti í Svíþjóð og leikja í hópi glaðra félaga. Þá hafði hann ekki búist við því, að hann ætti eftir að dvelja í fámenni, sem landnemi í ókunnu eylandi. En var hann þá ánægður með hlutskipti sitt? Nei, því fór fjarri. Hann hafði valið sér þetta hlut- skipti sjálfur, og honum leið í alla staði vel. Það var hun, sem gerði hvern dag í útlegðinni að hátíðisdegi. Svona er mannshjart- að undarlegt. Að vísu greip hann stundum þrá til samvista við fleira fólk. En hann var of hygginn til að láta hana ná valdi yfir sér. Hann vissi, að milli hans og annarra landa var breitt heimshaf. Hér í þessu mannlausa landi höfðu þau nú búið í tvö ár. Og hann hafði á vissan hátt tekið tryggð við landið. Hvort það var fyrir friðsæld þess og fegurð, eða af því, að það hafði látið draum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.