Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Qupperneq 15

Eimreiðin - 01.05.1969, Qupperneq 15
n-RSTI LANDNEMINN 85 Garðar gæfi sér aldrei frelsi, af því að hún hafði sýnt honum andstöðu og ekki viljað láta að vilja hans. Þau ræddu þetta við föður hennar. Hann var dálítið hik- andi við þessa fyrirætlun fyrst. En að lokum tókst þeim að sann- færa hann, meðal annars með því, að Garðar mundi aldrei gefa þeim frelsi — Þá öðlumst við aftur frelsi bæði, pabbi. Við getum svo bú- ið hér saman alfrjáls. Við Nátt- fari verðum eins og kóngur og drottning í ríki okkar og þú konunglegur ráðgjafi. En ef við förum með kúgurum okkar, verð- um við ófrjáls alla ævi. Og betra er líf í einveru, en líf þræls og ambáttar, mælti Kormlöð. — En á hverju eigum við að lifa? spurði faðir hennar. — Hér er gnægð af fiski og sel í sjónum og lax og silungur í ám og vötnurn, svo að hér er hægt að lifa fyrirhafnarlitlu lífi, svar- aði Náttfari. Þessar röksemdir þeirra sneru honum að fullu. Hann ákvað að standa með þeim og stuðla að gæfu dóttur sinnar. Og svo rann upp sá mikli ör- Iagadagur. Allt var undirbúið til brottfarar úr víkinni. Áhöld og vistir liöfðu verið flutt út í skipið að mestu daginn áður. En burt- farardaginn var norðanstormur og hvasst á víkinni. Engum kom þó í hug að fresta ferðinni. Þeg- ar búið var að flytja það síðasta út í skipið, á lítilli bátkænu, sem þeir höfðu með sér, hagaði Nátt- fari því svo til, að hann skyldi með vilja eftir svolítið af matvæl um í landi, og lét sem hann hefði gleymt þeim. Fór hann því aftur í land til að sækja þessi matvæli. í bátnum með honum voru þau Kormlöð og faðir hennar. Ekki þótti það neitt grunsamlegt, því að Kormlöð gekk að erfiðisverk- um eins og karlar, enda var hún þróttmikil og vön að róa. En um svipað leyti og þau fóru í land, herti veðrið, svo að sjór- inn rauk á víkina. Þau fóru beint til lands, settu bátinn, og gerðu enga tilraun til að komast út í skipið aftur. En skipverjar töldu að þau mundu ekki treysta sér út á bátnum. í fyrstu virtist Garðar í nokkr- um vafa, hvernig hann ætti að snúast við þessu. Ef hann skildi þau eftir, þá missti hann þar bæði þræl og ambátt. En að öðru leyti þótti honum þetta mátuleg hefnd á Náttfara. Því að ekki mun hann hafa grunað, að þetta væru samantekin ráð þeirra. Og þar sem hann óttaðist að skipið ræki upp, ákvað hann að skilja þau eftir. Hann lét því setja upp segl og skipið sigldi út flóann. Nú fannst Garðari, að hann hafa náð sér niðri á Náttfara vegna viðskipta þeirra um veturinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.