Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Page 18

Eimreiðin - 01.05.1969, Page 18
HIÐ DULDA LIF Eftir Matthew Arnold. Með orðaflóði flytjum háð og grín, samt fyllast tárum augu mín! Mig yfir þyrmir ólýsanleg hryggð. Ég veit, að gleðja gamanmál, að geta brosað þekkjum við! En því, sem er mér innst í sál, þín orðin létt ei veita frið, né glettnisbrosin geta þín! Mér réttu hönd á hljóðri stund, þín horfi augun skær í mín, þar lesi eg, ást mín, einlægninnar dyggð. Á jafnvel ástin ei það mál, sem opnað getur mannsins sál? Er ofraun jafnvel elskendum að tjá hver öðrum sína hjartans innstu þrá? Ég veit menn huldu huga sinn af hræðslu við að einlægnin að ásökunum yrði höfð, eða algert tómlæti þeim mundi sýnt. í dulargerfi gjörð var ganga þeirra og öðrum mönnum fjær, og fjarri eigin hug og hjarta — og þó í hvers manns brjósti sama hjarta slær! Er líka, ást mín, lokuð okkar sál? — er líka fjötrað okkar tryggðamál? Hve jafnvel okkur gerir gott að geta sýnt þess einhvern vott,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.