Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Side 20

Eimreiðin - 01.05.1969, Side 20
90 EIMREIÐIN Þó kemur stundum upp á yfirborð svo óljóst bergmál sálardjúpi frá sem komi bylgjum ómælisins á, er hugans angur ævi vorri ber og aldrei burt úr vitundinni fer. Aðeins þá — hve strjálar stundir þær — er elskuð hönd í lófa vorn er lögð, er, mædd á því hve margoft nær að meiða hugann andúð sögð, oss vinaraugu tilgang lífsins tjá, er, haldin heimsins gný, oss hljómar ástkær rödd svo mild og hlý — í hugans leynum loka er dregin frá, og tilfinning, sem töpuð okkur var, í töfrum hjartans birtist aftur þar, oss leggur orð í munn og opnar sjónarmið. Og mannsins verður ævistraumur opið svið, hann heyrir niðinn hvar hann fer, og sér þar engin sindra í blænum, sólskin er. Og hlé þá verður kapphlaups æsing á, sem áfram knýr hann marki því að ná að hljóta frið, en hverfull skuggi er. Og stilling hugans má í svip hans sjá, er sjaldgæf ró í gegnum brjóst hans fer. Og hann í huga sér Þá hvaðan líf hans er og hvert það áfram ber. Maríus Ólafsson þýddi.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.