Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Qupperneq 22

Eimreiðin - 01.05.1969, Qupperneq 22
92 EIMREIÐIN því, sem mér var kennt í öðrum skólum; því, sem umhverfið og van- inn og presturinn og þjóðmálaskúmurinn hafa kennt mér? Hvaða fög kennir þú? Hver eru tengsl þeirra? Hver eru tengslin við þau fög, sem undirmenn þínir kenna? Hvaða fög kenna þeir? Hver eru samkenni þeirra? Af hverju kennir þú ekki þeirra fög og þeir þín? Þykir ykkur ykkar fög skemmtilegii en hin? Skapandi orka tilverunnar leitar í gegnum manninn fram til nýrra mynda og formbygginga, sem innræt er einstaklingnum, hindrar þessa framrás; orkubeizlunin er framkvæmd í háskólum; nemunum hverfa hneigðir til persónulegs hátternis; þeir fergjast undir ein- ræmislegri mælgi prófessoranna og órofinni einbeitni við lestur lang- tímunum saman, í staðinn koma innrætar hneigðir hins tilskikk- aða hlutverks: læknisins, prestsins, lögfræðingsins. Ég hef séð þessa staðreynd í svipmóti félaga minna, ég hef túlkað hana sem óréttlætanlega grimmd og forheimskun í fari fólks al- mennt, en hef nú gert mér grein fyrir, að það eru áleitnar kenndir innra með því sjálfu, sem það er og verður að gnísta tönnum gegn. Nú þegar ég hugsa til þessa vetrar koma mér í hug nokkur atriði úr fari skólafólksins. Ég tók eftir einu sérstaklega; sú venja ríkti að nefna ekki sjálfan sig, segja lrernur „það“ en „ég“ ellegar skóla- fólkið taldi sjálft sig ópersónulegar málpípur einhverrar stofnunar. Mér leið í þessu umhverfi, eins og ég væri á annarri reykistjörnu innanum mér óskyldar verur og undir margfíildum loftþrýstingi við það sem hér er. Mínar ánægjulegustu stundir voru, þegar ein- hver fékkst til að hlusta á mig, sem var sjaldgæft (viðkvæðið var venjulega: „Þú ert alltaf að hugsa.“ Síðan var hlegið). Fyrst reyndi ég að umgangast þessar verur eins og manneskjur, fór svo að finna til beygs og snerist á sveif með hinum þrúgandi öflum, reyndi að þagga niðri í þörf minni til tjáningar vegna þeirrar kenndar, sem ég fann til, hvenær sem ég reyndi að ræða við einhverja þeirra; af slíkri tilraun leiddi ævinlega hrjálega aðkenningu að enginn væri fyrir og þegar ég lagði að í ræðunni til að kveikja augnabliks sjálfskennd með mótaðilum, þá jókst aðeins viðnámsleysið af hans hálfu,honum fórst jafnan sem vofunnni, leystist upp og í stað hans hyllti undir einhvern óákveðinn skoðanahóp. Mér lærðist smám saman að segja ekki við aðra mann- eskju neitt, sem ég mundi ekki hafa talið mér fært að segja yfir sal fullan af áheyrendum. Bakvið hverja manneskju stóð stór hópur af öðr- um ósýnilegum; viðnámsleysi fólks var svo algjört og undantekninga- laust, að ég hætti að gera mér grein fyrir, að mennsk vera átti í hlut, ekki fágaður mekanismi, og þegar maður á lengi vel ekki orðastað við annað en ábirgðalaus venjukerfi og fólk, sem refererar sífellt til ann- ars fólks, þá kemur að því að maður hættir sjálfur að vera „ég“ og verður „það.“ Sá er nú vítahringurinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.