Eimreiðin - 01.05.1969, Qupperneq 23
háskói.abréf frá laganema
93
Háskóli íslands.
Þetta er akademían.
Ég reyndi að réttlæta fyrir mér samsömun manna við ópersónulega
aðila útfrá samfélagslegri þörf slíkrar aðlögunar. En mér tókst ekki
að þagga niður í lijáróma tón, sem fylgdi þeirri réttlætingu.
Meira um reynslu mína af námsfyrirkomulaginu:
Ég fer í tíma, fylgist með því, sem fram fer, veit að ég hlýt að keppa
að marki, sem heitir fyrrihluti, fyrst ég vil verða lögfræðingur. Upp-
götva, að fram muni fara kennsla í annarri grein, sem heiti þetta eða
liitt, og tíminn er tiltekinn; mér beri að afla mér þekkingar á því
sviði líka til að markinu verði náð. Þannig vex verkefnið. Loks er ég
viss orðinn, að hvergi fari fram innan háskólans kennsla í fyrri hluta
grein án minnar vitundar. Ég hef tæmt námsmöguleika líðandi stund-
ar. Ef ég nú fylgist með næ ég yfirferð hvað lýkur. En hvenær? Ég
veit að yfirferð tekur þrjú og hálft ár; það hef ég heyrt á skotspónum.
En hvar er ég staddur í yfirferðinni? Byrjaði sá þriðjungur hennar, sem
þú sérð um, við þá bók, sem ég er nú að lesa, eða er verið að ljúka henni
með lestri þessarar bókar? Er hún eilíf hringrás, sem byrjar hvergi og
endar aldrei?
Þú munt e. t. v. spyrja, hvers vegna ég leiti ekki til hinna, sem
grónari eru orðnir í faginu? Þess konar upplýsingar hefur mér lærst að
meta að engu. Svörin eru mér jafn óskiljanleg og þau væru á framandi
tungumáli.